fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Óhugnanlegt myndband í dreifingu af manndrápinu við Fjarðarkaup – „Ég stakk hann þrisvar“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 22. júlí 2023 08:47

Myndbandi af árásinni við Fjarðarkaup var dreift á samfélagsmiðlum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegt myndband af manndrápinu við Fjarðarkaup er í dreifingu á samfélagsmiðlum en þar má sjá þrjá pilta, á aldrinum 17 til 19 ára,  ráðast gegn hinum 27 ára gamla Bartlomiej Kamil Bielenda með höggum, spörkum og hnífsstungum með þeim afleiðingum að hann lét lífið.

Umrætt myndband, sem gæti verið eitt af nokkrum sem tekið var upp, er tekið upp af ungri stúlku en hún hefur einnig verið ákærð í málinu fyrir að hafa látið farast fyrir að koma manninum til hjálpar, svo sem með því að biðja piltana um að hætta, vekja athygli viðbragðsaðila sem óku hjá eða hringja eftir aðstoð lögreglu. Má leiða að því líkum að stúlkan hafi í kjölfarið dreift myndbandinu í gegnum samfélagsmiðla. Greinilegt er að myndbandið muni hefur einfaldað rannsókn málsins verulega enda er greinilegt á ákæru málsins að lögreglan hefur myndbandið til hliðsjónar.

„Ég stakk hann þrisvar“

Myndbandið, sem DV hefur undir höndum, er ein mínúta að lengd og virðist ýmislegt hafa gengið á áður en upptakan hefst. Í ákæru lögreglu er til að mynda lýst atburðarás áður en myndbandið hefst en þá hafi elsti pilturinn náð að hrinda Bartlomiej í jörðina og félagar hans sparkað í maga hans þar sem hann lá.  Sá elsti er svo sagður hafa hótað Bartlomiej að stinga hann með hnífi í hálsinn og síðan stappað á höfði hans og sparkað í það.

Myndbandið hefst eftir þessa atburðarás en þá er Bartlomiej staðinn upp og reynir að verja sig á meðan piltarnir umkringja hann. Fljótlega stekkur elsti pilturinn til atlögu og nær að fella Bartlomiej til jarðar og þar sem þeir veltast um virðist hann kýla fórnarlamb sitt nokkrum sinnum í magann á meðan að félagar hans láta spörkin dynja.

Raunveruleikinn er þó nöturlegri því pilturinn heldur á hníf og kallar svo til samverkamanna sinna, rétt eftir að Bartlomiej nær að ýta honum af sér, „ég stakk hann þrisvar.“

Bartlomiejnær svo að komast á fætur aftur en þá kallar sá elsti hæðnislega til hans. „How is your neck?“ eða „Hvernig ertu í hálsinum?“ og vísar þar með til fyrrnefndrar hótunnar.

Beygir sig niður og stingur óvígan mann

Þrátt fyrir að vera særður berst Bartlomiej þó kröftuglega á móti en má ekki við ofureflinu. Á meðan hann slær til eins árásarmanns nálgast hinir tveir hann úr öðrum áttum.

Átökin berast svo að að stúlkunni sem er í óða önn að taka árásina upp. Hún heyrist hlægja og hleypur svo í var á meðan beinir hún ekki lengur myndavélinni að árásinni. Þegar hún loks nær sér stöðu og byrjar að taka upp aftur þá liggur Bartlomiej óvígur í jörðinni og þremenningarnir láta spörkin dynja á höfði hans og búk. Einn óhugnanlegasti partur myndbandsins er svo þegar elsti pilturinn beygir sig niður og stingur Bartlomiej ítrekað í búkinn þrátt fyrir að hann liggi hreyfingarlaus í jörðinni.

Stungurnar gera það að verkum að Bartlomiej raknar úr rotinu, rekur upp öskur og nær að standa upp aftur. Myndbandinu lýkur svo þegar að Bartlomiej bakkar frá árásarmönnunum þremur sem að virðast gera sig líklega til að ráðast á hann að nýju.

Stuttu síðar lést Bartlomiej, sem lætur eftir sig tveggja ára gamla dóttur, af sárum sínum á vettvangi. Í ákæru segir að hann hafi hlotið sex stungusár, áverka í andliti og á höfði, hnjám og höndum. Á úlpu hans voru 10 göt sem báru þess merki að vera eftir stungur með eggvopni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“