fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ásmundur Einar tjáir sig loks um fjölskylduerjurnar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. júlí 2023 15:54

Ásmundur Einar Daðason. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir í tilkynningu að þær „sorglegu fjölskudeilur“ sem hafi verið í opinberri umræðu undanfarna daga séu sér með öllu óviðkomandi og hafi svo verið um langt árabil. Segir hann þær tilkomnar vegna erfðadeilu í systkinahópi föður hans, Daða Einarssonar, og að hann hafi ákveðið að taka eindregna af­stöðu með föður sín­um í hinum hatrömmu erjum. Þrjár systur sem tengjast Ásmundi Einari fjölskylduböndum birtu í vikunni fyrsta hlaðvarpsþátt af fjórum sem ber yfirskriftina Lömbin þagna ekki en þar er Ásmundur Einar borinn þungum sökum ásamt föður sínum Daða.

Sjá einnig: Hatrammar ættardeilur Ásmundar afhjúpaðar – Sólundaður föðurarfur, myrkraverk, ofsóknir og ráðherra staðinn að innbrotum sem löggan lét slæda

„Engu að síður er langt síðan mér var það ljóst að nær­vera mín í þess­um ágrein­ingi gerði hvorki mér, fjöl­skyldu minni, né öðrum nokk­urt gagn. Þess vegna steig ég út úr þess­um átök­um í eitt skipti fyr­ir öll fyr­ir mörg­um árum síðan og mun ekki tjá mig um málið á öðrum vett­vangi en þeim sem þar til bær­ir op­in­ber­ir aðilar kunna mögu­lega að leita eft­ir. Ég á mér fyrst og fremst þá ein­lægu von að þess­um fjöl­skyldu­harm­leik ljúki sem allra fyrst,“ seg­ir Ásmund­ur.

Sjá einnig:  Systurnar sem ætla ekki að þegja lengur birta afsal jarðarinnar í hringiðu hatrömmu ættardeilunnar

Í til­kynn­ing­unni seg­ist hann ekki ætla að glæða þá elda sem nú sé reynt að kveikja með út­skýr­ing­um né held­ur með því að bera af sér end­ur­tekn­ar rang­ar sakagift­ir. Seg­ist hann vilja vekja at­hygli á þeirri staðreynd að hann hafi aldrei verið ákærður fyr­ir ólög­mætt at­hæfi vegna þess­ara deilna né yf­ir­heyrður vegna máls­at­vika.

Ein af systrunum, Ása Skúladóttir, skoraði meðal annars á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpssal varðandi málið en yfirlýsingin bendir til þess að af því verði ekki.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka