fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Guðrún Helga gæti þurft að hætta í draumanáminu – Tölva Lín segir nei – „Þeir eru mjög fastir í sínum reglum“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. júlí 2023 18:47

Guðrún Helga Ástudóttir Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Helga Ástudóttir stundar háskólanám við sviðstjórn í Bretlandi. Námið er að hennar sögn draumanámið, en nú gæti hún þurft að gefa draum sinn upp á bátinn þar sem Menntasjóður námsmanna neitar henni um frekara námslán og segja hana búna með kvótann. Sem er allt annað svar en Guðrún Helga fékk við upphaf námsins.

„Þegar ég sótti um lánið, sumarið 2021, fékk ég þær upplýsingar að lánað væri fyrir fullri upphæð skólagjaldanna, en svo var ekki. Ég veit þó ekki hvort Menntasjóður hafi gefið mér villandi upplýsingar en ég hélt því fram að hægt væri að taka lán fyrir allri upphæð skólagjöldana.” segir Guðrún Helga, sem er 23 ára, í samtali við DV. Hún hóf námið í október 2021. Segir hún námið ganga ótrúlega vel og ef allt gengur eftir þá er útskrift framundan sumarið 2024.

Búin með „kvótann“

Nýlega fékk Guðrún Helga bréf frá Menntasjóði námsmanna sem gæti sett frekari námsframvindu og útskrift í hættu. 

„Fyrir nokkrum vikum fékk ég þær fréttir að ég væri búin með „kvótann“ sem LíN lánar fyrir hvern einstakling eða 6.300.000 króna. Til að gefa ykkur betri mynd þá eru skólagjöldin mín 3.796.889 krónur eða 22.300 pund fyrir eitt ár, sem gerir námið í heild sinni: 66.900 pund eða 11.390.668 krónur,“ segir Guðrún Helga.

Hún segir að hún sé búin að reyna allt sem hún getur til að fá upphæðina sem hún þarf til að greiða skólagjöldin, sem hún þarf að greiða fljótlega til að geta haldið áfram með námið.

„Þar sem að ég er ekki með nein íslensk laun get ég ekki tekið auka lán ofan á námslánið. Því er ég er búin að sækja um alla mögulega styrki sem ég get fundið, skandinavíska, breska og íslenska. Skólastyrkir, listastyrkir og fleiri. Ég hef einnig reynt að sækja um auka námslán hérna í Bretlandi en vegna Brexit þarf ég að eiga fjölskyldu sem hefur búið hérna í meira en þjú ár,“ segir Guðrún Helga. 

Getur ekki tekið hlé frá náminu

Segist hún hafa velt því fyrir sér að taka sér ársfrí frá náminu og vinna til að eiga fyrir skólagjöldunum, en frí frá námi hefur einnig í för með sér kostnað auk þess sem Guðrún Helga þarf að ljúka náminu innan tilskilins tíma.

„Samkvæmt reglum þarf að klára námið á samfleytt þremur árum. Til þess að halda réttinum á námslánum á Íslandi og það er ekki hægt að fresta Visa-áritun. Ofan á það þurfti ég að borga 3.000 pund fyrir sjúkratryggingar, til þess eins að geta fengið Vísa-áritun.  Ef ég gæti tekið hlé frá námi, myndi ég missa allan rétt og væri aftur á byrjunarreit.

Má vinna en launin duga ekki fyrir leigu

Guðrún Helga má samkvæmt reglum stúdenta Vísa vinna með náminu í Bretlandi, en þó ekki meira en 20 klukkustundir á viku, sem dugar í dag ekki fyrir leigunni. Hún á ekki sparifé til að ganga í enda kveða reglur Menntasjóðs námsmanna á um að þeir einstaklingar sem eiga meira en 700.000 krónur í sparifé fá ekki námslán.

„Sviðsstjórn eða sambærilegt nám er ekki kennt hérlendis og því þurfa þeir sem vilja stunda námið að sækja það til annarra landa.“

Aðspurð um hvort það hefði ekki verið bara einfaldara að sækja eitthvað nám hér heima, eins og til dæmis viðskiptafræði segir Guðrún Helga:

„Auðveldara nám kom alveg til greina, en af hverju að sleppa draumnum þegar þú kemst inn í einn af bestu leiklistaskólunum í London. Ég hefði aldrei fyrirgefið sjálfri mér að fara ekki.”

Guðrún Helga hefur átt í samskiptum við Menntasjóð námsmanna til að reyna að fá sjóðinn til að breyta afstöðu sinni þar sem hennar tilfelli er sérstakt. 

„Menntasjóður hefur því miður ekki getað hjálpað mér umfram lánið sem þeir hafa þegar lánað mér. Þeir eru mjög fastir í sínum reglum. Ég hef ótal mörgum sinnum reynt að leita til þeirra en þeir hafa engan áhuga á að hjálpa né gefa mér ráðleggingar. Oftast er svarið bara kalt „Nei„.”

Til í góð ráð og leiðbeiningar

Guðrún Helga segir foreldra hennar hafa stutt við bakið á henni í gegnum allt námið.„

„Þau eru alltaf að minna mig á hversu ótrúlega heppin ég er að fá að stunda þetta nám, í þessum skóla og hversu mikilvægt þetta nám er fyrir framtíðina mína sem sviðsmaður. Þau hjálpa mér fjárhagslega miklu meira en þau geta en því miður er það ekki nóg.

Ef einhver lumar á góðu ráði, góðu fólki eða styrkjum til að hjálpaðmér væri það ofboðslega vel þegið. Ég er opin fyrir öllum ráðum sem ég get fengið,“ segir Guðrún Helga og segir þá sem geta aðstoðað hana velkomið að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið guaastudottir@gmail.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt