fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Gosmóða á Suðvestur- og Suðurlandi

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 21. júlí 2023 12:30

Eldgos Litla Hrút 12. júlí Mynd/Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfisstofnun greindi frá því á Facebook- síðu sinni fyrir stundu að nokkur gosmóða sé nú suðvestanlands og á Suðurlandi. Gosmóðan líti út eins og þokuloft og dregur úr skyggni.

Gosmóða sé frábrugðin SO2 (Brennisteinsdíoxíð) gasmengun frá eldgosinu. Gastegundin SO2 losnar í miklum mæli frá eldgosinu og mælist á SO2 gasmælum sem eru víða á Suðvesturlandi. Gosmóða er hins vegar gosmökkur sem er nokkurra daga gamall og er núna að koma utan að hafi úr suðaustri. Gastegundin SO2 í gömlum gosmekki hefur að stærstum hluta hvarfast yfir í SO4(Súlfat) agnir sem eru þá ekki lengur gas heldur mjög fínt svifryk. Þar sem SO4 eru agnir mælast þær ekki á SO2 gasmælum heldur eingöngu á svifryksmælum.

Núna í morgun hafa mælst hækkuð gildi á fínu svifryki víða suðvestanlands. Þessar agnir geta verið ertandi fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir. Fólk sem eru viðkvæmt fyrir ætti að forðast óþarfa áreynslu utandyra meðan þetta ástand varir.

Að auki er búist við að SO2 gas frá eldgosinu mælist í dag á svæðinu frá Vogum að Sandgerði.

Hér að neðan má sjá færslu Umhverfisstofnunar og þar fylgir með mynd sem sýnir að hækkuð gildi eru á fínu svifryki á suðvesturlandi og að loftgæði hafa versnað. Þar fyrir neðan má sjá skjáskot af vefsíðunni loftgaedi.is sem sýnir að allra nýjustu mælingar sýna að loftgæði víða á Suðvesturlandi eru nú sem stendur skilgreind sem sæmileg vegna svifryksmengunarinnar. Nánari upplýsingar má sjá á loftgæði.is.

 

 

Uppfært kl 13:00

Í tilkyninngu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og Umhverfisstofnun liggi gosmóða yfir höfuðborginni í bland við þokuloft. Gosmóðan innihaldi mengun sem hafi náð að umbreytast m.a. í SO4 (súlfat) og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2) en mælingar á fínna svifryki gefi vísbendingar um að þessi mengun sé til staðar. Loftgæðamælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu sýni nú hækkuð gildi fínasta svifryksins og kl. 11 mældist PM2,5 18,4 µg/m² og PM1 17,4 µg/m² í mælistöð Heilbrigðiseftirlitsins við Vesturbæjarlaug, á sama tíma mældist PM2,5 20,9 µg/m² og PM1 19,9 µg/m² í mælistöð Heilbrigðiseftirlitsins við leikskólann Lund við Klepp.

Gosmóða eða blámóða (Volcanic smog) er loftmengun sem verður til þegar SO2, önnur gös og agnir hvarfast við súrefni og raka með tilstuðlan sólarljóssins. Hún hefur einkennandi blágráan lit sem myndast er sólarljósið brotnar á ögnum/úða.

Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu. Þeir sem eru síður viðkvæmir geta einnig fundið fyrir einkennum. Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa úti í vagni við þessar aðstæður.

Almennar ráðleggingar varðandi gasmengun eru eftirfarandi:

  • Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk

 

  • Andið sem mest með nefi og forðist líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu.

 

  • Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni.

 

  • Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun

 

Ráðstafanir til varnar SO2 og annarri gosmengun mengun innandyra

 

o Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr.

 

o Hækkaðu hitastigið í húsinu.

 

o Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra.

 

Auk ofangreindra upplýsinga má finna ráðleggingar vegna heilsufarslegra áhrifa að völdum loftmengunar á síðu Landlæknis. Mælingar á loftgæðum eru aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar og  nánari leiðbeiningar um viðbrögð við styrk SO2 má fá með því að smella á tengil í vinstra horni síðunnar. Spár um gasmengun má sjá á vef Veðurstofunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys er maður féll í Tungufljót

Banaslys er maður féll í Tungufljót