fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Veita á fleiri heilbrigðisstéttum leyfi til að ávísa lyfjum

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 13:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í samráðsgátt stjórnvalda var í gær lagt fram skjal sem kveður á um að Willum Þór Willumsson heilbrigðisráðherra áformi að leggja fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lyfjalögum.

Ný lyfjalög voru sett árið 2020 og tóku gildi 1. janúar 2021. Á þeim hafa komið í ljós ýmsir vankantar eins og t.d. ákvæði er varða undanþágulyf, lausasölulyf og samhliða innflutt lyf. Einnig kemur fram að þörf sé á að bæta ákvæðum við lögin um heimildir til að bregðast við lyfjaskorti, eftirlitsgjöld, viðurlagaákvæði og tryggingaskyldu.

Enn fremur er tekið fram í þessari kynningu á áformum um breytingar á lyfjalögum að þörf sé á að víkka lyfjaávísanaheimildir til fleiri heilbrigðisstétta með hliðsjón af endurskoðun verkaskiptingu þeirra en þó einnig með hliðsjón af öryggi sjúklinga. Þetta sé hluti af því að lagaheimildir skorti til að lágmarka lyfjaskort í landinu sem hafi verið viðvarandi. Í dag séu einungis fáar heilbrigðisstéttir með réttindi til að ávísa lyfjum. Læknar, tannlæknar og að auki hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem hafi til þess leyfi embættis landlæknis. Hægt sé að veita fleiri heilbrigðisstéttum takmarkaða heimild til að ávísa lyfjum, til dæmis lyfjafræðingum.

Þess ber að geta að samkvæmt núgildandi lyfjalögum hafa læknar og tannlæknar almennt leyfi til að ávísa lyfjum en hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem hlotið hafa sérstakt leyfi embættis landlæknis, og starfa þar sem heilsugæslu-, kvenlækninga- eða fæðingarþjónusta er veitt, er heimilt að ávísa hormónalyfjum til getnaðarvarna.

Breytingar verða því gerðar á ákvæðum lyfjalaga um lyfjaávísanaheimildir heilbrigðisstarfsmanna og tekið er fram í áformunum að sett verði skýr skylda um tryggingar þeirra sem eru með lyfjaávísanaréttindi.

Tekið er fram að embætti landlæknis muni þurfa að uppfæra lyfjaávísanaréttindi í tölvukerfum og staðfesta að gildar tryggingar séu til staðar hjá þeim sem starfa utan starfsstofa sem þegar hafa tryggingar. Óvíst sé á þessu stigi hvað embættið muni þurfa langan tíma til að undirbúa þessar breytingar og einnig er tekið fram að mat á kostnaði við þær hafi ekki farið fram.

Í áformunum segir að ávísanaréttindi til fleiri heilbrigðisstétta muni dreifa álagi, auðvelda aðgengi en á sama tíma tryggja öryggi sjúklinga.

Það skal tekið fram að enn sem komið er er um áform um lagabreytingar að ræða. Umsagnarfrestur um áformin er til 8. ágúst næstkomandi og til stendur í kjölfarið að kynna drög að frumvarpi í samráðsgáttinni, að teknu tilliti til ábendinga og athugasemda sem muni berast um áformin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi

Gufunesmálið: Þrír sitja núna í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík

Vilja kanna jarðgangagerð í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær

Maður lést í slysinu á Reykjanesbraut í gær
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum

Skutu hart á meirihlutann fyrir bókun gegn hækkun veiðigjalda – Stórútgerðin hafi rústað starfsemi í sjávarplássunum
Fréttir
Í gær

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Í gær

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin