fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

lllugi furðar sig á verklagi Icelandair – Týndu töskum farþega í agnarsmárri flughöfn í Nuuk

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Jökulsson er allt annað en sáttur með starfshætti Icelandair en flugfélaginu tókst að týna farangri dóttur hans, Veru Illugadóttur, og vinkonu hennar þegar þær flugu frá Nuuk, höfuðborg Grænlands, til Keflavíkur í gær.

Illugi birtir mynd af flugstöðinni í Nuuk og bendir á að það sé allnokkuð afrek að týna töskum flugfarþega í smárri byggingu sem þjónustar 19 þúsund manna samfélagi. Ennfremur hafi aðeins þrettán farþegar verið um borð í flugvélinni til Íslands.

„Töskurnar hafa ekki fundist þótt nú sé einn og hálfur sólarhringur síðan. Við höfum náð sambandi við starfsmenn Icelandair, sem eru ósköp kurteisir en það virðist þó ekkert hægt að gera til að finna töskurnar. Þær stöllur eiga bara að bíða þangað til eitthvað gerist sem enginn veit hvað er. Getur verið svo flókið mál fyrir eitt öflugt og gamalgróið flugfélag að fara fram á að starfsfólk í Nuuk leiti að og finni tvær töskur í ekki stærri flughöfn?!,“ spyr Illugi undrandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur