fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Ítrekaðir fíkniefnafundir hjá stærsta ávaxtainnflytjanda Noregs

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 22:00

Skjáskot/NRK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í dag að lögregla og tollgæsla hefðu í morgun fundið mikið magn fíkniefna í einni af vörugeymslum fyrirtækisins Bama sem er stærsti innflytjandi og heildsali á ávöxtum og grænmeti í Noregi.

Það var einn starfsmanna fyrirtækisins sem fann efnin og tilkynnti samstundis um uppgötvun sína. Fann hann efnin í gámi með banönum. Líklegt þótti á vettvangi að um væri að ræða kókaín og við vigtun reyndustu efnin vega alls 600 kíló.

Að sögn lögreglunnar var gámurinn fluttur til hafnarinnar í Osló og þaðan til Bama frá höfn í Suður-Ameríku en hún vill ekki gefa upp um hvaða höfn var nákvæmlega um að ræða.

Þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum mánuðum sem að kókaín í miklu magni finnst í vörugeymslu Bama en alls hafa fundist tvö tonn.

Lögreglan hefur engan handtekið vegna þessa en segir að rannsóknin teygi sig út fyrir Noreg og að hún fari fram í samvinnu við bæði Europol og Interpol og að auki tollgæsluna norsku. Það er ekki talið fullvíst að Noregur hafi átt að vera endastöð kókaínsins. Í öðrum stórum fíkniefnafundum í Evrópu undanfarið hafa yfirvöld uppgötvað að oftast séu fíkniefni sem flutt eru með löglegum farmi, eins og í þessu tilfelli, fjarlægð úr gámum einhvers staðar á leiðinni. Noregur var þó endastöð banananna í þetta sinn.

Rannsókn málsins er enn skammt á veg komin en hún beinist einkum að flutningi kókaíns og annarra ólöglegra fíkniefna með löglegum vörum eins og ávöxtum frá Suður-Ameríku til Noregs.

Í fyrstu tveimur fundunum hjá Bama fann lögreglan staðsetningartæki (e. tracking chip) í sendingunum en vill að öðru leyti litlar upplýsingar gefa. Hún hefur þó ákveðið að greina samdægurs frá þessum þriðja fíkniefnafundi hjá Bama til að fíkniefnasalarnir séu meðvitaðir um að hún hafi efnin í sinni vörslu. Þegar um svo mikið magn er að ræða telur lögreglan það vera ógn við öryggi Noregs og þess vegna var strax gert opinbert að þau hafi fundist.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?

Boltinn er hjá Rússum – Er líklegt að þeir samþykki vopnahlé?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bjargað eftir nokkurra daga svaðilför í Loðmundarfirði – Myndir og myndband

Bjargað eftir nokkurra daga svaðilför í Loðmundarfirði – Myndir og myndband
Fréttir
Í gær

Pipar\TBWA valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð

Pipar\TBWA valin auglýsingastofa ársins annað árið í röð
Fréttir
Í gær

Ásthildur Lóa: „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum”

Ásthildur Lóa: „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum”