fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Guðmundur Felix syrgir frænku sína sem var myrt

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 18:18

Guðmundur Felix Grétarsson Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var ung íslensk kona, sem átti íslenska móður og bandarískan föður, skotin til bana í Detroit í Bandaríkjunum. Unga konan hét Iyanna Brown og var aðeins 23 ára. Móðuramma hennar, Ingunn Ása Ingvadóttir, hefur komið af stað söfnun fyrir útfararkostnaðinum.

Sjá einnig: Ung íslensk kona skotin til bana í Detroit

Sjá einnig: Ingunn safnar fyrir útfararkostnaði ömmubarnsins sem var skotin til bana aðeins 23 ára að aldri – „Sársaukinn óbærilegur“

Meðal frænda Iyanna í móðurættinni er hinn kunni baráttumaður Guðmundur Felix Grétarsson sem eins og öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt fékk grædda á sig nýja handleggi. Ljóst er að Guðmundur Felix eins og aðrir ættingjar Iyanna syrgja ótímabært fráfall hennar mjög.

Í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni segir Guðmundur Felix (Í þýðingu fréttamanns):

„Kæru vinir, í síðustu viku gerðist hræðilegur atburður. Litla frænka mín (23) var skotin til bana þegar hún var farþegi í bíl. Móðir hennar sem er einstæð og býr í Detroit er því miður ekki í aðstöðu til að greiða allan kostnað við útförina. Ef einhver getur látið nokkra dollara af hendi rakna þá væri það þegið með miklum þökkum. Þakka ykkur fyrir.“

Guðmundur lætur fylgja með í færslunni tengil á söfnunina fyrir útförinni á vefsvæðinu gofundme.com.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu