fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Einar Hrafn ráðinn sem markaðs- og kynningarstjóri Píeta

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 11:44

Einar Hrafn Stefánsson Mynd: Anna Maggý

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Hrafn Stefánsson hefur verið ráðinn sem markaðs- og kynningarstjóri Píeta samtakanna en hann starfaði áður sem markaðsstjóri Íslenska dansflokksins frá 2020 og þar áður sem markaðsfulltrúi og viðburðarstjóri hjá Ölgerðinni frá 2017. Einnig hefur hann starfað sem stundakennari í markaðssetningu og kynningarmálum við Háskólann á Bifröst. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu. 

„Einar Hrafn styrkir teymið okkar hjá Píeta verulega. Starf samtakanna hefur vaxið jafnt og þétt frá því að þau voru stofnuð árið 2018 og er orðið mun víðtækara. Bakgrunnur og reynsla Einars Hrafns nýtist án vafa vel í þeim verkefnum sem við sinnum og við að ná markmiðum okkar. Og síðast en ekki síst slær hjarta Einars Hrafns í takt við Píeta hjartað,“ segir Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Píeta samtakanna. 

Einar er með B.S. í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands auk gráðu í hljóðtækni frá SAE í Amsterdam. Hann er liðsmaður í hljómsveitunum Vök & Hatari. Einar hefur víðtæka reynslu af markaðssetningu ásamt því að vera vel kunnugur tónlistarmenningu á Íslandi og erlendis. Haustið 2019 fékk hann viðurkenningu frá JCI Ísland fyrir framlag sitt til menningarstarfsemi sem einn af „framúrskarandi ungum Íslendingum“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Í gær

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina
Fréttir
Í gær

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“
Fréttir
Í gær

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar

Telja sig hafa leyst 2.000 ára ráðgátu um einn athyglisverðasta fornleifafund sögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“