fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Breyting varð á gosinu í nótt – Sjáðu magnað myndband

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 09:00

Eldgosið við Litla-Hrút. Mynd: Skjáskot Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er eins og gosstjórnandinn hafi séð gosspána sem við birtum í gær, því meiriháttar breyting varð á gosinu í nótt. Um kl. 10:30:00 varð gígurinn barmafullur af kviku og tók að þeyta kvikuslettum vel út fyrir gígrimana,“ segir í færslu á Facebook-síðu Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúrúvá.

„Kl. 04:11:42 myndaðist skarð í norðvestur hluta gígrimans og skömmu seinna hrundi stór spilda úr honum. Gígurinn tæmdist á örskömmum tíma og glóandi heit kvikan flæddi til vesturs og norðurs. Í kjölfarið dró verulega úr flæðinu í hraunánni sem lá til suðurs og kl. 05:30:00 hafði hún myndað kalda skorpu.“

Fyrir sex dögum deildum við myndbandi sem íslenskur karlmaður tók og setti saman þar sem sjá má fífldirfsku margra ferðamanna við gosstöðvarnar. Í myndbandinu varaði maðurinn við þeirri hættu sem athæfið skapaði. Hefur hann nú útbúið nýtt myndband eftir að gígbarmurinn brotnaði í nótt.

Sjá einnig: Setja sig í lífsháska við gosstöðvarnar – Sjáðu ótrúlegt myndband

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“