fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Vinnufélagar minnast Skarphéðins – „Einstakt ljúfmenni, djúpvitur og sérstaklega vel að sér um alla náttúru og dýralíf“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 15:00

Skarphéðinn G. Þórisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur lést í flugslysi á Austurlandi 9. júlí, 69 ára að aldri. Ásamt honum fórust í slysinu samstarfskona Skarphéðins, Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Kristján Orri Magnússon flugmaður.

Sjá einnig: Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu

Skarphéðinn starfaði hjá Nátturustofu Austurlands og í færslu á vef NA minnast vinnufélagar hans Skarphéðins með hlýhug og virðingu. 

„Góður liðsmaður og félagi Skarphéðinn er fallinn frá. Skarphéðinn var einn af máttarstólpum íslenskrar náttúruverndar og sat í stjórn Náttúruverndarsamtaka Austurlands um langt árabil. Þar vann hann mikið starf af hugsjóninni einni með góðum félögum, einnig átti hann sæti í faghópi 2 v/rammaáætlunar og kom víðar við á þessu sviði,“ segir í minningarorðunum.

Þar er þess getið að Landvernd naut góðs af verkum og fagmennsku Skarphéðins hvort þá heldur þurfti að leita í hans viskubrunn eða gríðarmikið myndasafn. „Fullyrða má að enginn einstaklingur hafi búið yfir jafn mikilli þekkingu á lifnaðarháttum hreindýra á Íslandi og Skarphéðinn. Auk þess átti hann stórfenglegt safn hreindýramynda, enda var hann frábær ljósmyndari. Myndir hans hafa meðal annars um langt skeið prýtt veggi flugstöðvarinnar á Egilsstöðum, farþegum og gestum til yndisauka. Þá hafa myndir frá Skarphéðni einnig skreytt náttúrutengdar sýningar um land allt, stórar sem smáar.“

Meðal margra verkefna Skarphéðins var eftirlit með hreindýrum af hálfu Náttúrustofu Austurlands. Hann var einmitt í slíkri ferð yfir búsvæði þeirra þegar hið hörmulega slys átti sér stað.

„Skarphéðinn var einstakt ljúfmenni, djúpvitur og sérstaklega vel að sér um alla náttúru og dýralíf. Um leið og Landvernd vill þakka Skarphéðni allt hans ómetanlega framlag til náttúruverndar í landinu sem og samstarf, vottum við aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump tilkynnir um tolla á innflutning – „Dagur frelsunar“

Trump tilkynnir um tolla á innflutning – „Dagur frelsunar“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Innbrotsþjófar komust undan á flótta eftir átök við húsráðanda

Innbrotsþjófar komust undan á flótta eftir átök við húsráðanda
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin
Fréttir
Í gær

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim

Litáískur barnaníðingur kom sér undan refsingu með því að koma til Íslands – Neitar nú að fara aftur heim
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”