fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ungverskur síbrotamaður sem öðlaðist nýtt líf á Íslandi framseldur til heimalandsins

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 18. júlí 2023 14:00

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. júlí síðastliðinn staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við beiðni yfirvalda í Ungverjalandi um að maður, sem ekki er nefndur á nafn í dómnum, verði framseldur þangað var staðfestur.

Framsalsbeiðnin var lögð fram á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar.

Dómur Landsréttar samanstendur aðallega af endurbirtingu dóms Héraðsdóms í málinu. Í þeim dómi kemur fram að maðurinn, sem er ungverskur ríkisborgari, hafi krafist þess að ákvörðun ríkissaksóknara um framsal yrði felld úr gildi.

Til grundvallar handtökuskipuninni lágu fimm dómar ungverskra dómstóla þar sem maðurinn var sakfelldur fyrir 16 brot. Samtals var maðurinn dæmdur í tíu ára og tveggja mánaða fangelsi.

Fólust brotin sem maðurinn var dæmdur fyrir í átta þjófnuðum, þar af sjö minniháttar, einum minni háttar fjársvikum, einum minni háttar eignaspjöllum, að valda minni háttar ónæði í eitt skipti, einni minni háttar líkamsárás, tveimur ránum, einni fjárkúgun og einu húsbroti.

Ríkissaksóknari taldi skilyrðum laga fyrir handtökuskipuninni fullnægt og fól lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að framfylgja henni. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn ekki kannast við málin og aldrei hafa verið viðstaddur neina málsmeðferð fyrir dómi. Að lokum viðurkenndi hann þó að hafa verið viðstaddur þegar eitthvað var gert í þessum  málum en hefði ekki fengið tækifæri til að tjá sig um sakargiftir.

Maðurinn mótmælti því að vera framseldur til Ungverjalands. Hann sagðist hafa öðlast nýtt líf á Íslandi og væri í vinnu og sambúð með konu sem hefði búið hér á landi í níu ár. Ungversk yfirvöld hefðu aldrei haft samband við hann. Hann væri að heyra af öllu þessu í fyrsta sinn og væri saklaus. Maðurinn neitaði því að hafa verið í felum frá ungverskum yfirvöldum og hefði oft ferðast til Ungverjalands án vandkvæða.

Átti erfiða æsku

Í greinargerð fyrir Héraðsdómi sagðist maðurinn hafa búið hér á landi síðustu fimm ár. Hann hefði átt erfiða æsku og verið utanvelta félagslega, lent í slæmum félagsskap og neyslu fíkniefna. Hann sagðist hafa farið í vímuefnameðferð og að henni lokinni flutt til Englands árið 2015 og síðan til Íslands 2018. Hann sagðist hér á landi hafa m.a. komið að opnun fjölmargra veitingastaða en ekki kemur fram í dómnum á hvaða vinnustað hann hefur unnið undanfarið. Hann sagðist hafa náð að halda sig frá vímuefnum eftir að hann lauk meðferðinni og hann og kærasta hans horfðu björtum augum til framtíðar.

Maðurinn benti á að þyngsti dómurinn sem hann hlaut hafi farið fyrir dóm án þess að hann hefði tækifæri til að grípa til varna en flestir dómarnir væru hátt í tíu ára gamlir og refsingar í flestum tilfellunum óeðlilega miklar miðað við eðli brotanna. Orðalag um mögulega endurupptöku mála, í handtökuskipuninni, sé óskýrt og réttur hans í þeim efnum því ekki tryggður með fullnægjandi hætti. Mannréttindadómstóll Evrópu hefði enn fremur komist að þeirri niðurstöðu að aðbúnaður í fangelsum í Ungverjalandi fæli í sér brot á mannréttindasáttmála Evrópu.

Ríkissaksóknari komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði laga væru uppfyllt og því ekki annað í stöðunni en að afhenda ungverskum yfirvöldum manninn. Ákvæði laga um ástæður til synjunar voru ekki taldar fyrir hendi.

Í dómnum er tekið undir með ríkissaksóknara um að handtökuskipunin samræmist íslenskum lögum og að hún byggi á brotum sem eru refsiverð hér á landi. Einnig tekur dómurinn undir að ekki séu lagalegar ástæður fyrir hendi til að synja beiðni ungverskra yfirvalda. Það að maðurinn hafi ekki komist í kast við lögin undanfarin tíu ár, hafi komið sér vel fyrir hér á landi og sé í fullri vinnu dugi ekki til að synja beiðni um að hann verði afhentur ungverskum yfirvöldum.

Í dómnum segir enn fremur að Ungverjaland hafi fullgilt manréttindasáttmála Evrópu og samning Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi enn fremur ekki heimild til að meta hver hæfileg refsing við brotum mannsins í Ungverjalandi ætti að vera. Í dómnum kemur einnig fram að ríkissaksóknari hafi lagt fram gögn frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum sem meti það sem svo að aðstæður í ungverskum fangelsum séu fullnægjandi.

Staðfest er að maðurinn var ekki viðstaddur meðferð allra mála sinna í Ungverjalandi en í handtökuskipuninni kemur fram að hann muni verða upplýstur um rétt sinn til nýrrar málsmeðferðar eða áfrýjunar og að málin muni eftir atvikum hljóta efnislega endurskoðun með framlagninu nýrra sönnunargagna.

Í samræmi við þetta staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur ákvörðun ríkissaksóknara um að maðurinn yrði framseldur til Ungverjalands og eins og áður segir var hún einnig staðfest í Landsrétti.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá