fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Kurr út af afplánun á Kvíabryggju – Guðlaugur og Birgir dæmdir í átta ára fangelsi á þessu ári en afplána í sveitinni

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 17. júlí 2023 13:30

Frá aðalmeðferð Stóra kókaínmálsins í Héraðdsómi Reykjavíkur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Birgir Halldórsson, sem báðir hlutu átta ára fangelsisdóma fyrr á þessu ári fyrir stórfelldan innflutning á fíkniefnum, eru nú nokkrum mánuðum síðar farnir að afplána dóma sína á Kvíabryggju. Þetta herma öruggar heimildir DV. Talsverð óánægja er meðal annarra fanga sem sitja af sér vægari dóma en þurfa að afplána þá í meira íþyngjandi úrræði, til að mynda á Litla-Hrauni. Fangelsismálastofnun segir að mörg atriði séu höfð til hliðsjónar þegar að ákveðið sé hvar fangar afplána dóma sína, tímalengd fangelsisdóma sé aðeins einn liður í því.

Þungar dómar í tveimur umfangsmiklum málum

Guðlaugur Agnar og Birgir voru meðal þeirra sem voru sakfelldir í tveimur stórum fíkniefnamálum sem vöktu mikla athygli á síðasta ári. Annars vegar var það Saltdreifaramálið, þar sem Guðlaugur var einn sakborninga, og hins vegar Stóra Kókaínmálið, þar sem Birgir sat á sakamannabekk.

Í Saltdreifaramálinu var Guðlaugur Agnar, 36 ára, sakfelldur ásamt þremur öðrum fyrir að smygla 53 lítrum af amfetamínbasa til landsins í saltdreifara árið 2020. Lögregla taldi að 117,5 kíló af amfetamíni hefðu verið framleidd úr basanum en ætlað söluverðmæt var metið á um 1,7 milljarða króna. Guðlaugur Agnar var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu í héraði en þann 23. júní síðastliðinn mildaði Landsréttur dóminn í átta ár.

Birgir var einn fjögurra sem hlutu þunga dóma í Stóra Kókaín málinu en málið snerist um gríðarstóra sendingu af kókaíni, um hundrað kíló, sem voru flutt til Íslands frá Brasilíu með viðkomu í Rotterdam. Birgir, sem er 27 ára gamall, hlaut eins og áður segir 8 ára fangelsisdóm fyrir aðild sína að málinu en því hefur verið áfrýjað til Landsréttar.

Það vakti talsverða athygli í samfélaginu hversu þungir dómarnir voru, ekki síst í Stóra Kókaínmálinu þar sem ljóst var að Birgir og hinir þremenningarnir voru ekki höfuðpaurar málsins.

Kvíabryggja á Snæfellsnesi. Mynd/Fangelsismálastofnun

Flestir fangar sækja um afplánun í opnu úrræði

Eins og áður segir eru Guðlaugur Agnar og Birgir strax farnir að afplána hina þungu dóma á Kvíabryggju, opnu fangelsi á Snæfellsnesi þar sem „eru hvorki rimlar fyrir gluggum né heldur er svæðið öðru vísi afgirt en venjuleg sveitabýli“ eins og segir á vef Fangelsismálastofnunnar.

Samkvæmt heimildarmanni DV er talsverður kurr meðal annarra fanga, og lögmanna þeirra, sem afplána vægari dóma en þurfa að gera sér það að góðu að afplána þá í mun strangara úrræði, til að mynda á Litla-Hrauni.

Í svari Fangelsismálastofnunnar við fyrirspurn DV kemur fram að stofnunin geti ekki tjáð sig um málefni einstakra fanga. Almennt séu það hins vegar ýmsir mat á mörgum þáttum sem ræður því hverjum stendur  til boða að afplána í opnum úrræðunum og er tímalengd dóms ekki eini þátturinn sem fellur undir það mat.

Litið til aldurs, kynferðis, búsetu, brotaferils og þyngdar refsingar

„Við mat á því hvort einstaklingur teljist hæfur til að afplána refsingu sína í opnu úrræði þarf að taka tillit til nokkra þátta en einna helst hvort einstaklingur teljist hæfur til að vistast við lágmarksöryggi. Við slíkt mat er meðal annars litið til aldurs, kynferðis, búsetu og brotaferils fangans og þyngdar refsingar auk þeirra sjónarmiða sem gilda um vistun í hverju fangelsi fyrir sig. Við slíka ákvörðun er jafnframt litið til hegðunar í afplánun og þeirra upplýsinga sem fangelsisyfirvöld hafa að öðru leyti um fanga,“ segir í svari stofnunarinnar.

Jafnan sé það svo þegar fangar koma til afplánunar að þá sækja þeir í flestum tilvikum um vistun í opnum úrræðum frekar en til að mynda vistun á Hólmsheiði eða Litla Hrauni.

„Takmörkuð pláss eru í opnum úrræðum og því margir að jafnaði um hvert pláss á hverjum tíma. Það er markmið Fangelsismálastofnunar að sem flestir eigi þess kost að nýta sér stigskipta afplánun og að enginn þurfi að afplána við meira öryggi en þörf er á. Vegna þeirra plássa sem í borði eru í opnum úrræðum kerfisins geta komið þeir tímar þar sem einstaklingar sem stofnunin telur hæfa vistast lengur í lokuðum fangelsum en hún telur þörf á,“ segir ennfremur í svarinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“