fbpx
Þriðjudagur 02.júlí 2024
Fréttir

Banaslys á Snæfellsnesvegi

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 17. júlí 2023 18:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður lést í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnesvegi, norðan við Hítará í hádeginu, í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi.
Þar rákust saman tvær bifreiðar, húsbíll og jepplingur, sem kom úr gagnstæðum áttum. Sjö erlendir ferðamenn voru í bifreiðunum og var farþegi úr annarri þeirra úrskurðaður látinn á vettvangi. Þrír voru fluttir af vettvangi með þyrlu Landhelgisgæslunnar og þrír með sjúkrabifreið.
Báðar bifreiðar eru ónýtar en Lögreglan á Vesturlandi rannsakar tildrög slyssins.
Slökkvilið, lögregla, sjúkraflutningar, rannsóknarnefnd umferðarslysa og Landhelgisgæsla komu að aðgerðum á vettvangi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þjófagengi grunað um að stela 20 milljónum á ári frá skátunum – „Erlendir menn eru hreinlega sendir hingað í þetta“

Þjófagengi grunað um að stela 20 milljónum á ári frá skátunum – „Erlendir menn eru hreinlega sendir hingað í þetta“
Fréttir
Í gær

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar

Elon Musk sakar varaforseta Bandaríkjanna um lygar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af

Síðdegisvaktir heilsugæslunnar lagðar af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið

Ingibjörg uppgötvaði 19 ára „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega – Svo sá hún loksins ljósið