fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Fréttir

Sema Erla segir júlí uppáhaldsmánuð Katrínar – „Besti tíminn til þess að fremja myrkraverk!“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. júlí 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mannréttindabrot fara ekki í sumarfrí!  Júlí er uppáhalds mánuður ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Útlendingastofnunar. Þá erum við flest í fríi og fulltrúar þeirra geta brotið á mannréttindum flóttafólks svo gott sem óáreitt,“ 

segir Sema Erla Serdar aðjúnkt við Háskóla Íslands og stofnandi Solaris. 

Segir Sema Erla að á síðustu dögum hafi borist þó nokkrar frásagnir af ómannúðlegri og ofbeldisfullri framkomu fulltrúa yfirvalda í garð fólks sem hingað hefur komið í leit að skjóli og vernd. Nefnir Sema Erla sem dæmi, ofsóknir og ógeðfelld samskipti lögreglumanns við fjölskylduföður þar sem meðal annars er gert lítið úr andlegum veikindum mannsins. Í kjölfarið á þeim samskiptum hafi maðurinn verið vistaður á bráðageðdeild. Birtir Sema Erla hluta af þeim samskiptum, sem sjá má hér.

Samskipti stjórnvalda einkennast af hótunum og andlegu ofbeldi

Segir Sema Erla samskipti Útlendingastofnunar/Vinnumálastofnunar við skjólstæðinga sína einkennast þessa dagana mest af hótunum og andlegu ofbeldi. „Fólk er boðað í viðtöl með sms skilaboðum (sjá mynd) sem innihalda skýra hótun um að það missi framfærslu sína, og þar með eina peninginn sem það hefur til þess að kaupa mat, ef það mætir ekki, nánast án fyrirvara,“ segir Sema Erla. 

„Yfirvöld eru nú á fullu við að framfylgja því að ríkisstjórn Íslands lögleiddi það mannréttindabrot að svipta megi flóttafólk húsnæði, framfærslu og heilbrigðisþjónustu og setja það á götuna 30 dögum eftir að fólk fær neikvæða niðurstöðu í máli sínu. Mikill fjöldi fólks á yfir höfði sér sviptingu á allri þjónustu eða skertri þjónustu á næstu dögum.“

Barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu svipt öryggi

Sema Erla bendir á að stjórnvöld hafi ítrekað sagt að mannréttindabrot þeirra myndu ekki ná til barnafjölskyldna og fólks í viðkvæmri stöðu, en eigi að síður séu þeir hópar á  á meðal þeirra sem verið er að svipta þaki yfir höfuðið og öllu öryggi. „Í gögnum sem ég hef séð er fjöldi einstaklinga sem svipta á þjónustu meðal annars lýst sem „mjög viðkvæmur,“ „viðkvæm,“ „sjálfsvígshætta“ og „með 1 mánaða ungabarn.“

Í hinu etníska hreinsunarferli yfirvalda (já, það er áberandi hver uppruni þeirra er sem aðgerðirnar beinast að) ætla þau að koma nokkur hundruð einstaklingum fyrir í einhvers konar fangelsisbúðum í Bæjarhrauni sem erfitt er að nálgast upplýsingar um. Mér skilst að fólkið sem vistað er/verður á þessum stað hafi ekki frelsi til þess að fara og koma eins og þau vilja!,“ segir Sema Erla.

Segir hún að þar standi til að vista einstaklinga, fjölskyldur og börn á meðan unnið er að því að koma fólkinu úr landi en bannað er samkvæmt alþjóðasáttmálum að vista börn með fullorðnum.

Segir lögregluna njóta sín með nýjar valdheimildir

Sema Erla segir lögregluna nú njóta sín með auknar valdheimildir sem nýju útlendingalögin hafi fært þeim. Segir hún mörg dæmi um það síðustu daga að lögreglan mæti heim til einstaklinga og barnafjölskyldna til þess að bera fólk út úr búsetuúrræðum, skipt sé um lása á íbúðum fólks og því neitað um aðgengi að dótinu sínu og setið er um fólk.

„Fótgönguliðar yfirvalda, sem bera ábyrgð á að framfylgja útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar, eru heldur betur að skemmta sér með þau auknu völd sem nýju útlendingalögin færa þeim. Hvað varð um skuldbindingar ríkisstjórnarinnar um að taka vel á móti flóttafólki frá Afganistan eftir að talíbanar frömdu þar valdarán?“ spyr Sema Erla og bendir á dæmi um mál afgangskrar konu og barns hennar sem fjallað var um í fréttum í vikunni, mæðgin njóta ekki lengur réttinda hælisleitenda en mega samt ekki yfirgefa landið. Stendur til að bera þau út úr búsetuúrræði þeirra og á götuna.

Sjá einnig: Afgönsk kona kyrrsett ásamt barni sínu á Íslandi – Vilja komast burt en tölvan segir nei

Sema Erla spyr af hverju stjórnvöld eigi að stoppa hér og segir ríkisstjórnina, hafa sett  aukinn kraft í að brottvísa barnafjölskyldum frá Íslandi í sumar. Hið sama eigi við um fylgdarlaus börn. Framganga yfirvalda gagnvart flóttafólki sé með þeim hætti að nú eru á nýjan leik flóttabörn í felum á Íslandi.

„Á meðal þeirra áfangastaða sem bíður þeirra barna sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vill losna við er gatan í Grikklandi. Yfirvöld halda hiklaust áfram að brottvísa börnum á götuna í Grikklandi! Við vitum öll hvernig staða fólks, og sérstaklega barna, er þar. Heimilisleysi, ekkert aðgengi að menntun, engin atvinna, engin heilbrigðisþjónusta. Ofbeldi af hálfu almennings og yfirvalda. Vonleysi. Rannsóknir sýna fram á alvarlegar afleiðingar fyrir þau flóttabörn sem hafast við á götunni í Grikklandi og lifa það af.

Það er kannski sumar og sól á Íslandi þessa dagana. Það er kannski besti tíminn til þess að fremja myrkraverk!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð
Fréttir
Í gær

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Í gær

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“
Fréttir
Í gær

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati
Fréttir
Í gær

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“
Fréttir
Í gær

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður