fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Borgarráð hafnar því að taka íbúaráðshneykslið til frekari skoðunar

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 14. júlí 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi nýlega frá varð talsvert uppnám þegar samskipti tveggja starfsmanna Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, sem var ætlað að vera íbúaráði Laugardals til halds og trausts á fundi ráðsins í síðastliðnum mánuði, urðu opinber vegna tæknilegra mistaka annars þeirra. Af samskiptunum mátti ráða að starfsmennirnir voru að leggja sig fram við að koma í veg fyrir umræðu á fundinum um stöðu leikskólamála í hverfinu.

Sjá einnig: Meinleg tæknimistök á fundi íbúaráðs afhjúpuðu baktjaldamakk starfsmanna Reykjavíkurborgar – „Ótrúleg vanvirðing við foreldra“

Olli málið uppnámi meðal íbúa í hverfinu og borgarfulltrúa. Heyra mátti þau sjónarmið að íbúaráð væru augljóslega tilgangslaus en meirihluti borgarstjórnar vildi ekki taka undir það og sagði ráðin hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Á næsta fundi íbúaráðsins var Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, yfirmaður Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofunnar, viðstödd. Hún baðst afsökunar á hegðun starfsmannanna tveggja og sagði það ekki hlutverk starfsfólks skrifstofunnar að stjórna á nokkurn hátt umræðum á fundum ráða og nefnda sem því er ætlað að veita aðstoð. Sagði Anna að mál starfsmannanna væri í hefðbundnu ferli innan skrifstofunnar.

Sjá einnig: Mannréttindastjóri Reykjavíkur baðst afsökunar

Á fundi borgarráðs í gær lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að Innri endurskoðun borgarinnar kanni tildrög þess að fulltrúar í íbúaráði Laugardals hafi fengið rangar og villandi upplýsingar um verksvið og heimildir ráðsins frá starfsmönnunum. Af samtali þeirra sé ljóst að umræddum starfsmönnum skorti réttan skilning á starfi sínu og samþykktum íbúaráða í Reykjavíkurborg. Þar af leiðandi hafi íbúaráðið ekki getað sinnt hlutverki sínu með réttum hætti.

Segir í tillögunni að ætla megi að ekki sé um að ræða einangrað tilvik enda ólíklegt að starfsmennirnir hafi ætlað viljandi að villa um fyrir þessu tiltekna íbúaráði. Líklegt sé að þessir tilteknu starfsmenn hafi ekki verið þjálfaðir með fullnægjandi hætti eða að atvikið endurspegli skilning Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofunnar á samþykktum íbúaráðanna eða viðteknar venjur innan skrifstofunnar sem kunni að vera ómeðvitaðar eða meðvitaðar.

Stjórnsýsla Reykjavíkurborgar grundvallist á því að nefndir og ráð innan hennar starfi eins og þeim er ætlað að gera. Ef grunur leiki á að starfsfólk og kjörnir fulltrúar leggi mjög mismundandi skilning í verksvið og heimildir nefnda og ráða kalli það á yfirferð þessara mála og þá ekki síst til að koma í veg fyrir sóun á tíma og fjármunum.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í borgarráði, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, tók í bókun sinni undir tillöguna. Hún segist feginn því að upp hafi komist hvernig í pottinn er búið undir niðri og eygir von um að róttæk jarðvegsskipti eigi sér stað en atburðurinn eigi sér einhverjar rætur. Stjórnendur séu ábyrgir þótt hver og einn einstaklingur sé ábyrgur fyrir eigin framkomu.

Í bókun fulltrúa meirihlutaflokkanna, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisnar í borgarráði segir að Innri endurskoðun hafi m.a. það verkefni að taka við ábendingum um ámælisverða háttsemi frá starfsmönnum og borgarbúum. Verkefnaval og forgangsröðun verkefna byggi á áætlun hverju sinni ásamt því að innri endurskoðandi hafi heimild til að setja mál á sína dagskrá að eigin frumkvæði. Innri endurskoðun hafi tekið þetta tiltekna atvik til skoðunar og telji ekki ástæðu til að hefja sérstaka könnun og rannsókn á því.

Var tillögunni í kjölfarið vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa meirihlutaflokkanna gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti