fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Ástráður hreppti hnossið

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 14. júlí 2023 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá stjórnarráðinu hefur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, skipað Ástráð Haraldsson í embætti ríkissáttasemjara til fimm ára frá og og með 18. júlí 2023.

Sex umsóknir um embættið bárust þegar það var auglýst laust til umsóknar. Var skipuð ráðgefandi hæfnisnefnd sem samanstóð af fulltrúum ráðherra og samtaka aðila vinnumarkaðarins. Niðurstaðan var að tveir umsækjendur voru taldir mjög vel hæfir til að gegna embættinu og af þeim var Ástráður talinn uppfylla best þær kröfur sem gerðar eru til þess sem gegnir embætti ríkissáttasemjara.

Ástráður lauk embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands árið 1990. Hann öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1991 og var skipaður hæstaréttarlögmaður árið 1995. Hann starfaði sem lögmaður í á þriðja áratug áður en hann tók við embætti héraðsdómara í janúar árið 2018.

Þá hefur hann verið prófdómari í vinnurétti auk þess sem hann hefur sinnt stundakennslu í vinnurétti. Ástráður starfaði í hlutastarfi sem aðstoðarsáttasemjari við embætti ríkissáttasemjara frá árinu 2019 þar til hann tók við embætti dómara við Félagsdóm árið 2022.

Hann var settur ríkissáttasemjari í deilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar í febrúar og mars árið 2023.

Þótti Ástráður almennt standa sig vel við að sætta deiluaðila en hann var upphaflega settur í deiluna þar sem forysta Eflingar lýsti yfir vantrausti á þáverandi ríkissáttasemjara, Aðalstein Leifsson.

Í tilkynningunni segir einnig að Ástráður hafi verið settur ríkissáttasemjari frá 1. júní 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin