fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Setja sig í lífsháska við gosstöðvarnar – Sjáðu ótrúlegt myndband

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 12:57

Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður sem heimsótti gosstöðvarnar við Litla-Hrút á Reykjanesi á þriðjudagskvöld myndaði fjölda fólks sem lét viðvaranir um hættu sig engu varða og lagði sig í mikinn háska nálægt glóandi hrauni og virkum gígum.

Má sjá fólkið ganga um í reyk frá brennandi grasi og mosa, klifra á gígbarminum og ganga um á hrauninu. Einnig má sjá hóp af fólki ganga aðeins nokkrum metrum frá virkum gíg. 

Bendir myndatökumaður á að einstaklingar eru að klifra á gígbarmi sem gaus nokkrum klukkustundum áður, og sem gæti gosið aftur án nokkurs fyrirvara. Margir standa á glænýju hrauni, sem enn kraumar undir.

Sú hegðun sem sjá má í myndbandinu er algjörlega í trássi við fyrirmæli og viðvaranir Almannavarna og viðbragðsaðila við gosstöðvarnar.

Enginn að fara að koma þér til bjargar

„Það er enginn að fara að koma þér til bjargar. Fyrsta regla allrar björgunar er að tryggja eigið öryggi og þeirra sem vinna að björguninni með þér og það er bara ekki hægt í þessu tilviki,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær aðspurður um hvað væri hægt að gera ef einstaklingar stígi ofan í glóðheitt hraunið.

„Þetta er ekki hefðbundið brunasár. Þú ert ekki að fara að kæla það sem lendir í bráðinni kviku. Hitastigið er um 1.200 gráður og að fara inn á svart hraun sem margir telja að sé þó orðið kalt hraun er ekki það sama. Þó að það sé komin svört skán þá getur verið bara sentímetri eða tveir niður á 1.200 gráðu heita kviku og það vill svo til að það er sami hiti og er í líkbrennsluofnum.“

Segir hann langflesta taka vel í og fylgja tilmælum björgunarsveitamanna, en þó séu alltaf einhverjir sem hunsi tilmælin og telji sig vita allt best.

„Hitauppstreymið frá svona hrauni er gríðarlega mikið og það hefur áhrif á flughæfni þyrlu þannig að ég efast um að hún geti athafnað sig á nokkurn hátt þarna yfir. Þannig að þér eru allar bjargir bannaðar, raunverulega. Það er fífldirfska að fara upp á þessa hraunkanta og út á hraun þó að það sé kominn svartur litur á það.“ 

Gosstöðvarnar lokaðar til laugardags hið minnsta

Eins og kom fram í frétt DV fyrr í dag eru gosstöðvarnar lokaðar til kl. 9 á laugardag 15. júlí hið minnsta. Eru einstaklingar sem vilja fara að gosstöðvunum beðnir um að virða lokur og fylgjast með hvenær opnað verður að nýju.

Sjá einnig: Gosstöðvunum lokað fram á laugardag

Þegar opnað verður að nýju er mikilvægt að lesa sér til um veður og skilyrði áður en lagt er af stað og búa sig vel, með nesti, vatn og fullhlaðinn farsíma. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“