fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Segir íslensk yfirvöld vera á hausaveiðum

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 17:45

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá fyrr í dag hefur ríkissaksóknari áfrýjað til Landsréttar sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem var ákærður fyrir manndráp eftir að sjúklingur á geðdeild Landspítalans lést. Hjúkrunarfræðingnum var gefið að sök að hafa þvingað næringardrykkjum ofan í sjúklinginn með þeim afleiðingum að hann kafnaði.

Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur sýknuð af ásökun um að hafa banað sjúklingi á geðdeild – Málinu þó ekki lokið því ríkissaksóknari hefur áfrýjað

Vísir ræddi ákvörðun ríkissaksóknara við Guðbjörgu Pálsdóttur, formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem er vægast sagt ósátt.

Að málið hafi náð svona langt sé fyrir neðan allar hellur og hún segist hissa og hugsi yfir því að sýknudómnum hafi verið áfrýjað. Hún segir að Héraðsdómur hafi réttilega komist að þessari niððurstöðu.

Guðbjörg segir að félagið hafi ítrekað kallað eftir því að hegningarlögum og lögum um heilbrigðisstarfsfólk verði breytt til að koma í veg fyrir ákærur eins og þessa. Hún segir alvarleg mistök heilbrigisstarfsfólks í langflestum tilfellum afleiðingar raða kerfislægra mistaka.

Lögum hafi verið breytt í þessa veru í nágrannalöndum Íslands og vinna í þá átt sé hafin hér á landi.

Guðbjörg segist ekki vita „á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru hérna.“ Mál eins og þetta hjálpi ekki við að halda heilbrigðisstarfsfólki í starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“