fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Segir íslensk yfirvöld vera á hausaveiðum

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 17:45

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá fyrr í dag hefur ríkissaksóknari áfrýjað til Landsréttar sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem var ákærður fyrir manndráp eftir að sjúklingur á geðdeild Landspítalans lést. Hjúkrunarfræðingnum var gefið að sök að hafa þvingað næringardrykkjum ofan í sjúklinginn með þeim afleiðingum að hann kafnaði.

Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur sýknuð af ásökun um að hafa banað sjúklingi á geðdeild – Málinu þó ekki lokið því ríkissaksóknari hefur áfrýjað

Vísir ræddi ákvörðun ríkissaksóknara við Guðbjörgu Pálsdóttur, formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem er vægast sagt ósátt.

Að málið hafi náð svona langt sé fyrir neðan allar hellur og hún segist hissa og hugsi yfir því að sýknudómnum hafi verið áfrýjað. Hún segir að Héraðsdómur hafi réttilega komist að þessari niððurstöðu.

Guðbjörg segir að félagið hafi ítrekað kallað eftir því að hegningarlögum og lögum um heilbrigðisstarfsfólk verði breytt til að koma í veg fyrir ákærur eins og þessa. Hún segir alvarleg mistök heilbrigisstarfsfólks í langflestum tilfellum afleiðingar raða kerfislægra mistaka.

Lögum hafi verið breytt í þessa veru í nágrannalöndum Íslands og vinna í þá átt sé hafin hér á landi.

Guðbjörg segist ekki vita „á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru hérna.“ Mál eins og þetta hjálpi ekki við að halda heilbrigðisstarfsfólki í starfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“