fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fréttir

Mark hvarf 11 ára gamall – Getur gervigreind upplýst málið 31 ári seinna ?

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 20:00

Mark þegar hann var 11 ára og eins og hann lítur líklega út í dag ef hann er á lífi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og aðrir ungir strákar þá elskaði hinn 11 ára Mark Himebaugh að skoða ströndina og mýrina nálægt heimili sínu á  Jersey Shore í Bandaríkjunum. Þann 25. nóvember 1991 varð skógareldur aðeins nokkrum metrum frá ströndinni og sagði Mark móður sinni, Maureen Himebaugh, að hann vildi fara að skoða aðstæður. 

Klæddur í dökkbláa peysu, gráar buxur og LA Gear strigaskór sem hann fékk frá eldri bróður sínum, Matthew, gekk Mark niður götuna og beygði inn á Delaware Avenue. Móðir hans sá hann aldrei aftur.

„Hann var svo forvitinn drengur. Ég sakna hans og ég elska hann. Hann var góður drengur,“ segir móðir hans. 

Maureen Himebaugh, móðir Mark

Fjölskylda Mark hefur alla tíð haldið í vonina að fá svör um hvað varð um drenginn og deila þau sögu sinni í væntanlegum þætti af People Magazine Investigates. Þátturinn, sem ber titilinn „Where Is Mark Himebaugh,“ verður sýndur mánudaginn 24. Júlí.

Annar strigaskór Mark fannst

Í þættinum er fjallað um daginn sem Mark hvarf og leitina sem fór fram í kjölfarið. Í fyrstu velti lögreglan því fyrir sér hvort Mark hefði drukknað í briminu í nágrenninu eða festst í mýrinni. Við umfangsmikla leit með aðstoð leitarhunda, fjölda sjálfboðaliða úr samfélaginu og þyrlum, fann slökkviliðsmaður annan strigaskó Mark á ströndinni. „Ég varð spennt og hugsaði: „Hann verður að vera þarna úti, þarna er strigaskórinn hans,“ rifjar móðir hans upp.

En ekki fannst sonurinn.

Mögulega rænt af kynferðisglæpamanni

Stuttu síðar komust yfirvöld að þeirri skelfilegu niðurstöðu að Mark hefði líklega verið rænt, hugsanlega af einhverjum í mannfjöldanum sem safnaðist saman til að fylgjast með eldinum eða í umferðinni sem ekið hafði verið framhjá eldinum,  sérstaklega eftir að vitni sögðust hafa séð ökumann gefa sig á tal við Mark.

„Það var mjög erfitt fyrir mig að heyra það því þú vilt ekki að neinn skaði barnið þitt,“ segir Maureen.

Lögreglan yfirheyrði marga, þar á meðal föður Marks, Jody Himebaugh, sem vakti grunsemdir hjá lögreglunni þar sem hann mætti til vinnu meðan aðrir leituðu að syni hans. Faðirinn var þó með fjarvistarsönnun á þeim tíma sem sonurinn hvarf. 

Lögreglan rannsakaði einnig Thomas Butcavage, Jr., 57 ára gamall, en hann var talinn líkur skissu af manninum sem sást tala við Mark daginn sem hann hvarf.

Karlmaður sem stundaði vændi greindi lögreglu frá því að Butcavage hefði sýnt honum myndband af dreng sem líkist Mark. Butcavage var handtekinn, ákærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum drengjum og dæmdur í 18 til 36 ára fangelsi. Hann neitaði þó að hafa átt þátt í hvarfi Mark og hefur lögreglan engin sönnunargögn sem tengja hann við hvarfið. 

Gervigreind notuð til að upplýsa hvarfið

Lögreglan hefur ekki gefist í leitinni að Mark eða hvað kom fyrir hann. Lögreglan og FBI hafa byrjað að nota gervigreind til að aðstoða við að upplýsa málið. Lögreglumenn vonast til að gervigreind geti endurskoðað sönnunargögnin og fundið mynstur sem eru ekki auðsýnileg.

Maureen heldur í vonina um að hún fái svörin sem hún hefur leitað undanfarin 30 ár. „Ég er enn að bíða og vona, ekki svo mikið að dreyma, heldur vona að ég fái niðurstöðu á málinu. Það er það sem ég vil virkilega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump