fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Haraldur pólfari segir lokun gosstöðvanna bera keim af „lokunarmenningu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 19:07

Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Örn Ólafsson, fjallgöngumaður, sem varð þjóðþekktur eftir að hafa gengið á bæði Suður- og Norðurpólinn og í kjölfarið hæstu fjallstinda allra sjö heimsálfanna fjallaði á Facebook-síðu sinni fyrr í dag um þá ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurnesjum að loka leiðum að eldgosinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga fram á næsta laugardag.

Sjá einnig: Gosstöðvunum lokað fram á laugardag

Hann vísar þau í rök að lokunin sé hugsuð til að vernda fólk fyrir reyk frá gróðureldum á svæðinu. Haraldur bendir hins vegar á að önnur leið sé að gosstöðvunum þar sem fólk sleppi við reykinn en henni hafi verið lokað líka og sér vísað burt á leiðina þar sem reykurinn var:

„Rökin eru þau að reyk af gróðureldum leggur yfir þá einu leið sem hefur verið leyfð að gosinu. Það eru hins vegar fleiri mögulegar leiðir. Reyndi að fara eina slíka í vikunni en var stöðvaður og bannað að fara þá leið. Mátti aðeins fara eina leið sem reykinn lagði yfir. Það var því ekkert annað að gera en að fara „ríkisleiðina“ og vaða reykinn sem var óskemmtilegt, sérstaklega í ljósi þess að mun styttri, öruggari og reyklaus leið hefði verið í boði.“

Haraldi finnst of langt gengið í að banna för um landið og farið sé að bera á því sem hann kallar „lokunarmenningu“. Hann nefnir fleiri dæmi þar að lútandi:

„Sem dæmi má nefna að á vorin bannar Vatnajökulsþjóðgarður allar göngur á Kristínartinda fyrir ofan Skaftafell á þeim forsendum að það gæti kannski verð bleyta á göngustígum. Þetta bann stendur í um tvo mánuði óháð því hvort stígar eru blautir eða ekki. Göngur á Kirkjufell hafa verið bannaðar og einnig rætt um að banna göngur að Glym.“

Haraldur segir að áður hafi verið látið duga að leiðbeina og vara við hættu en svo verið á ábyrgð hvers og eins að hugsa um eigið öryggi. Hann telur það heppilegast að ráðleggja fólki að fara ekki að gosinu án þess þó að banna allar ferðir þangað. Það sé vel hægt að leysa vandamál á svæðinu án þess að loka því alfarið fyrir umferð:

„Það eru margar leiðir til að fyrirbyggja að ófremdarástand skapist á gönguleiðum að gosinu. Ef bílastæði eru vandamál á ákveðnum svæðum má td. leyfa ferðaþjónustunni að selja sæti til og frá upphafsstað göngu og leyfa umferð reiðhjóla osfrv. Það er vel hægt að leysa vandamál sem upp koma án þess að grípa til umferðarbanns.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar