fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Disney harðneitar því að fyrirtækið kynlífsvæði börn

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 21:00

Frá Disney World í Flórída/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CNN greindi frá því fyrr í dag að forstjóri Disney, Bob Iger, hafni alfarið fullyrðingum þeirra sem halla sér hvað lengst til hægri í bandarískum stjórnmálum um að fyrirtækið hafi staðið fyrir framleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem innihaldi óviðeigandi, kynferðislegt efni.

Hann segir hugmyndir um að Disney sé að kynlífsvæða börn séu bæði fáránlegar og ósannar.

Ron DeSantis ríkisstjóri í Flórída og frambjóðandi til forsetaefnis Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári er meðal stjórnmálamanna sem hafa haldið slíku fram. Undanfarið ár hefur hann átt í opinberum deilum við fyrirtækið og sagði fyrr á þessu ári að Disney hefði bætt kynferðislegu efni við dagskrárgerð sem beinist að ungum börnum.

Árásir af þessu tagi fóru fyrst að beinast gegn Disney fyrir tveimur árum þegar fyrirtækið andmælti lögum í Flórída sem bönnuðu skólum í ríkinu að kenna börnum upp að 9 ára aldri um kynhneigð og kynvitund. Bannið hefur nú verið hert enn frekar og gildir fyrir börn allt í upp 14 ára.

Síðan þá hafa Flórída-ríki og Disney deilt fyrir dómstólum um stjórn á sérstöku skattasvæði þar sem skemmtigarðurinn Disney World er meðal annars. DeSantis segir Disney vera „woke“ og notar óspart árásir sínar á fyrirtækið, bæði lagalegar og munnlegar, í stjórnmálabaráttu sinni.

Bob Iger sagði ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um tjáningarfrelsi veita Disney rétt til að lýsa yfir andstöðu við stefnu ríkisstjórans sem sé að hefna sín á fyrirtækinu og það sé verulegt áhyggjuefni.

Í síðasta mánuði mátti sjá mótmælendur veifa nasistafánum fyrir utan Disney World sem Iger sagði vera hryllilega sjón. Hann segir fyrirtækið frekar einbeita sér að því að segja sögur en að vera í stríði við hægri sinnaða stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn.

Iger segist ekki vilja að fyrirtækið dragist inn í eitthvað menningarstríð (e. culture wars).

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Í gær

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys á Þingvallavegi

Banaslys á Þingvallavegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“