fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Loka Fabrikkunni í Kringlunni í dag til að ganga úr skugga um hvort að gestir hafi orðið fyrir matareitrun

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 13:44

María Rún Hafliðadóttir, forstjóri Gleðipinna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska hamborgarafabrikkan hefur lokað veitingastað sínum í Kringlunni í dag í ljósi orðróms um að allt að átján gestir veitingastaðarins hafi orðið veikir eftir að hafa borðað þar nýlega. „Við tökum frásögnum mjög alvarlega og viljum með þessu tryggja að það sé ekkert upp á okkur að klaga,segir María Rún Hafliðadóttir, forstjóri Gleðipinna, en félagið á og rekur Íslensku Hamborgarafabrikkuna.

Upphaf málsins má rekja til færslu í Facebook-grúbbunni Matartips þar sem notandi einn greindi frá því að hún hefði heimsótt Fabrikkuna í Kringlunni um nýliðna helgi. Hún hafi pantað sér Morthens-borgarann en orðið svo veik í kjölfarið ásamt þeim sem pöntuðu sama borgara við borðið, aðrir hafi sloppið. Hún hafi haft samband við veitingastaðinn daginn eftir og þá verið tjáð að starfsfólk hafi farið heim með ælupest og best væri að senda tölvupóst á fyrirtækið. Eftir að hafa beðið árangurlaust eftir svari hafi hún sett inn færslu á Matartips og þá hafi komið í ljós að fleiri höfðu svipaða sögu að segja.

María Rún brást við með því að svara færslunni og segja að ákveðið ferli fari í gang hjá fyrirtækinu þegar grunur sé um mögulega matareitrun. Í samtali við DV segir María Rún að útibúinu hafi verið lokað í dag og að verið sé að þrífa staðinn hátt og lágt og sótthreinsa. Unnið hafi verið í nánu samstarfi við Heilbrigðiseftirlitið, vörur hafi verið sendar í greiningu og unnið sé með birgjum í að skoða hvort og þá hvað hafi farið úrskeiðis.

„Við viljum tryggja að það sé allt með felldu hjá okkur og velta við öllum steinum,segir María Rún. Hún segir að ekkert þessu líkt hafi gerst í tólf ára sögu Hamborgarafabrikkunnar.

María Rún segir að enginn grunur sé um hvað gæti hafa valdið þessu, en sósur og til að mynda eggjarauður verði skoðaðar sérstaklega. Hún segist gera ráð fyrir því að Fabrikkan í Kringlunni verði opnuð aftur á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“