fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Glæfraakstur flutningabíls Samskipa dregur dilk á eftir sér – Bílstjórinn látinn fjúka og gæti átt yfir höfði sér ákæru

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis í gær birtist myndband á Facebook þar sem sjá mátti flutningabifreið með tengivagn á vegum Samskipa taka framúr á vegi milli Borgarnes og Munaðarnes með gífurlega glannalegum hætti. Mátti minnstu muna að árekstur hlytist af, en á myndbandinu má sjá hvernig fólksbifreiðar á báðum akstursleiðum þurftu að víkja út í kant til að forðast árekstur.

Myndbandinu deildi Arna Sjöfn Ævarsdóttir og greindi frá því að hún hefði einnig sent myndbandið á Samskip og væri að bíða eftir viðbrögðum frá fyrirtækinu. Sagðist Arna fyrst hafa veitt flutningabílnum eftirtekt þegar hann var fyrir aftan hana og var að reyna að taka fram úr, þrátt fyrir að bíll væri á koma á móti á hinni akreininni. Arna deildi myndbandinu til að vekja athygli á háttseminni sem hún sagði stórhættulega og stofna fólki í mikla hættu.

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður markaðs- og viðskiptasviðs Samskipa sagði í samtali við DV í gær að málið væri litið alvarlegum augum og væri ljóst að aksturlagið væri í engu samræmi við verklag Samskipa.

Samskip hafa nú sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem segir að búið sé að fara yfir atvikið innan fyrirtækisins og ökumaður flutningabifreiðarinnar sé ekki lengur starfandi fyrir Samskip, enda sé öryggi starfsmanna og vegfarenda í forgangi hjá fyrirtækinu.

„Samskip líta atvik sem átti stað á þjóðvegi eitt á milli Borgarnes og Munaðarnes mjög alvarlegum augum. Aksturslagið sem sést á myndbandi sem hefur verið í dreifingu er engan vegin í samræmi við verklag og öryggiskröfur Samskipa. Farið hefur verið yfir atvikið innan Samskipa og viðkomandi starfsmaður hefur lokið störfum hjá fyrirtækinu. Öryggi starfsmanna og vegfarenda er fyrirtækinu gríðarlega mikilvægt og munu áherslur félagsins áfram miðast að því.“

Sjá einnig: Birti myndband af stórhættulegum framúrakstri þar sem litlu mátti muna – Samskip segjast líta málið alvarlegum augum

Vísir ræddi við Ásmund kr. Ásmundsson, settan yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á Vesturlandi, og hann sagði myndbandið hafa borist embættinu í morgun. Rannsóknadeild sé að vinna í málinu, en málið sé á frumstigi. Mun embættið leita til Samskipa til að fá deili á bílstjóranum sem verður svo boðaður í skýrslutöku. Embættinu hafi borist önnur tilkynning í gær vegna sama bíls, sem þá hafði verið að aka glannalega á vegakafla þar sem framkvæmdir taka við af bundnu slitlagi, en bíllinn hægði ekki á sér heldur ók yfir malarkafla á veginum sem varð til þess að grjóti rigndi yfir annan bíl á svæðinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“