fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

BBC-hneykslið vindur upp á sig – Ásökunum í garð hins þjóðþekkta starfsmanns fjölgar

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 12. júlí 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir fjölmiðlar greina frá því nú í morgun að ásökunum á hendur ónefndum sjónvarpsmanni, hjá breska ríkisútvarpinu BBC, fari fjölgandi. Einstaklingurinn sem um ræðir er að sögn þjóðþekktur og var fyrst sakaður um að senda ólögráða manneskju kynferðisleg skilaboð og greiða viðkomandi fyrir sjálfsmyndir af kynferðislegum toga. Hinn þjóðþekkti sjónvarpsmapur hefur ekki verið nafngreindur, af lagalegum ástæðum, þótt almenningur, stjórnmálamenn og aðrir starfsmenn BBC hafi kallað eftir því. Táningurinn sem sjónvarpsmaðurinn er sakaður um að brjóta á hefur þó sagt of mikið gert úr málinu en því hefur verið haldið fram að hann hafi gert það að áeggjan sjónvarpsmannsins.

Sjá einnig: BBC nötrar út af fregnum af þjóðþekktum starfsmanni sem er sakaður um barnaníð – Stjörnurnar stíga fram og neita sök

Sjá einnig: BBC-skandallinn stormur í vatnsglasi? Táningurinn segir móður sína fara með fleipur

Daily Mail segir frá því að sjónvarpsmaðurinn sé reiður vegna ásakananna í sinn garð og fréttaflutnings af þeim. Nú hefur fjórða ásökunin verið lögð fram.

Sú fyrsta sneri að greiðslunni til táningsins fyrir kynferðislegu myndirnar.

Sakaður um hótanir, brot á Covid-reglum og að senda öðrum unglingi óviðeigandi skilaboð

Í gær sakaði einstaklingur, sem er um tvítugur að aldri, sjónvarpsmanninn um að senda sér hatursfull skilaboð og hótanir í gegnum stefnumótaapp eftir að hann vildi ekki hittast í eigin persónu, þrátt fyrir mikinn þrýsting um að gera það, og hafði hótað að opinbera samskipti þeirra.

Þriðja ásökunin kemur frá einstaklingi sem er 23 ára sem segir að hann og sjónvarpsmaðurinn hafi mælt sér mót og hann greitt sér fyrir að hitta sig árið 2021 og brotið þannig strangar reglur sem þá voru í gildi í Bretlandi vegna Covid-19 faraldursins. BBC var á þeim tíma duglegt að segja bresku þjóðinni að bráðnauðsynlegt væri að hlýða reglunum. Þessi einstaklingur segir sjónvarpsmanninn hafa fljótt orðið hrokafullur, dónalegur og ruddalegur í sinn garð.

Nýjasta og fjórða ásökunin varðar einstakling sem segist hafa fengið hrollvekjandi skilaboð, þegar viðkomandi var 17 ára, frá sjónvarpsmanninum í gegnum Instagram. Skilaboðin fólu m.a. í sér hjarta- og kossatákn. Það er þó ekki vitað með vissu að sjónvarpsmaðurinn hafi verið upplýstur um aldur þess einstaklings sem hann sendi þessi skilaboð.

Það var æsifréttablaðið The Sun sem sagði fyrst frá málinu en móðir táningsins, sem sjónvarpsmaðurinn er sakaður um að hafa greitt fyrir að senda sér kynferðislegar sjálfsmyndir, sneri sér til blaðsins að sögn eftir að hafa ekki fengið nein viðbrögð frá BBC eftir að hafa fyrst beint kvörtun vegna hegðunar sjónvarpsmannsins þangað. Í frétt Daily Mail kemur hins vegar fram að rannsóknarteymi BBC hafi sent móðurinni tölvupóst en ekki fengið svar.  Sjónvarpsmaðurinn, sem hefur verið leystur tímabundið frá störfum, á meðan rannsókn stendur yfir, er að sögn afar óánægður með fréttaflutning The Sun og hefur í samtölum sakað blaðið um að ætla að klekkja á sér.

Margir starfsmenn BBC eru ekki fyllilega sáttir við viðbrögð stofnunarinnar og að þau séu orðin sérstakt fréttaefni í Bretlandi. Jeremy Vine, sem stýrir útvarpsþætti á einni af rásum BBC, hefur hvatt sjónvarpsmanninn til að stíga fram til að koma í veg fyrir að aðrir starfsmenn stofnunarinnar sæti ásökunum að ósekju.

Tim Davie, framkvæmdastjóri BBC, segist ekki hafa rætt við sjónvarpsmanninn sem ásakanirnar beinast að. Hann svarar gagnrýni á að það hafi tekið stofnunina næstum tvo mánuði að bera ásakanirnar upp á sjónvarpsmanninn eftir að sú fyrsta barst stofnuninni með því að nauðsynlegt hafi verið að staðfesta þær fyrst. Davie viðurkennir að upphafleg eftirfylgni, með einu símtali og tölvupósti til foreldra táningsins, hafi mögulega ekki verið nægileg.

Hann viðurkennir einnig að málið hafi skaðað orðstír stofnunarinnar sem hefur að beiðni lögreglunnar lagt rannsókn sína til hliðar tímabundið á meðan kannað er hvort sjónvarpsmaðurinn hafi framið einhver lögbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri