fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Yfir 10.000 manns hafa leitað sér aðstoðar hjá Stígamótum

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 12:30

mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stígamót, samtök gegn kynferðisofbeldi, hafa sent frá sér ársskýrslu sína fyrir árið 2022. Í tilkynningu frá samtökunum segir að starfsemi þeirra hafi farið vaxandi og á síðasta ári hafi tæplega þúsund manns sótt einstaklingsviðtöl, þar af voru 397 að koma í fyrsta sinn. Sjálfshjálparhópar fyrir konur jafnt sem karla voru starfræktir og aðstandendur brotaþola og gerenda hafi sótt ráðgjöf. Stígamót harma að nú er biðlisti í fyrsta viðtal en þrátt fyrir fjölgun ráðgjafa hefur ekki tekist að útrýma biðlistanum. Starfsemi Stígamóta er að miklu leyti fjármögnuð með styrkjum frá almenningi og segir í tilkynningunni að það geri samtökunum kleift að hjálpa þolendum kynferðisbrota að öðlast betri lífsgæði.

Samtökin hafa starfað í 33 ár og á þeim tíma hafa 10.636 einstaklingar leitað til þeirra eftir að brotið hefur verið á þeim kynferðislega. Segir í tilkynningunni að þeir sem beitt hafi þessa einstaklinga ofbeldi teljist vera 15.038 en séu væntanlega nokkuð færri þar sem einhverjir þeirra hafa beitt fleiri en einn einstakling ofbeldi.

Flestir þolendur leita til Stígamóta vegna afleiðinga nauðgunar eða nauðgunartilraunar, kynferðisofbeldis sem viðkomandi hefur orðið fyrir í barnæsku eða kynferðislegrar áreitni. Yfir helmingur brotaþola sem leita til Stígamóta voru beittir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.

Í tilkynningunni segir að afleiðingar ofbeldis séu alvarlegar. Meðal þeirra séu kvíði, skömm, depurð og léleg sjálfsmynd. Hætt sé við að brotaþolar leiti í sjálfskaðandi hegðun með til dæmis áfengis- og vímuefnaneyslu, þjáist af átröskun eða leiti í sjálfskaðandi kynlíf. Fæstir ofbeldismenn séu ókunnir brotaþolum en algengast sé að þeir séu vinir, kunningjar, maki eða aðrir fjölskyldumeðlimir. Flestir eru þeir á aldrinum 18-30 ára.

Ársskýrslur Stígamóta eru helsti vitnisburður um kynferðisbrot á Íslandi en þær innihalda upplýsingar frá brotaþolum um ofbeldi, afleiðingar þess og ofbeldismenn. Stígamót segjast nýta upplýsingarnar til að þrýsta á um úrbætur í málefnum brotaþola og berjast gegn ofbeldi í íslensku samfélagi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“