fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Vettvangsrannsókn lokið á Austurlandi og flugvélin fjarlægð – Voru við hreindýratalningar þegar slysið átti sér stað

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vettvangsrannsókn lögreglu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) í tengslum við flugslys á sunnudag þar sem þrír létust, hófst í kjölfar þess að vélin fannst eftir tveggja stunda leit úr lofti og á láði. Rannsókn stóð yfir það kvöld og fram til morguns. Hún hélt svo áfram í gær seinnipartinn.

Sjá einnig: Flugslysið á Austurlandi – Hin látnu öll íslensk

Vettvangsrannsókn telst nú lokið, eins og segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 

Flugvélin var því í gærkvöldi flutt af slysstað með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslu og síðan landleiðina í húsakynni RNSA á höfuðborgarsvæðinu. Úrvinnsla gagna og öflun heldur áfram og mun sú vinna mun taka nokkurn tíma. Ekki er vitað um orsakir slyssins.

Samkvæmt heimildum DV var um vinnuferð að ræða vegna hreindýratalningar, sem fer fram ár hvert í júlímánuði, en auk flugmanns voru tveir vísindamenn um borð í vélinni.

Minningarstund sem verður í Egilsstaðakirkju í dag klukkan 18. Eru þeir sem eiga um sárt að binda vegna þessa hörmulega slyss hvattir til að leita sér áfallarhjálpar sem í boði er. 

Sjá einnig: Minningarstund í Egilsstaðakirkju vegna flugslyssins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú