fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Birtu myndir af hinni dularfullu „draugalest“ Pútíns

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 11. júlí 2023 14:00

Húðmeðferðarherbergi draugalestarinnar/Dossier-center

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðilinn New York Post greinir frá því að myndum af afar vel búinni lest sem forseti Rússlands, Vladimir Pútín, notar til að ferðast um landið hafi verið lekið til fjölmiðla.

Lestin er kölluð draugalest þar sem að mikil leynd hefur hvílt yfir henni. Myndirnar sem lekið var sýna lestina bæði að innan- og utanverðu. Í lestinni eru meðal annars líkamsræktarsalur vel búinn helstu tækjum, húðmeðferðar- og nuddstofa með sérstökum vélum sem vinna gegn öldrun, fullbúið gufubað, kvikmyndasalur og fullkomin fjarskiptakerfi.

Öll lestin er brynvarin, allar dyr og gluggar eru skotheld og hún er vel búinn lækningatækjum.

Dossier-miðstöðin sem staðsett er í London og dyggilega studd af rússneska auðjöfrinum Mikhail Khodorkovsky, sem hefur ekki farið leynt með andstöðu sín við Pútín eftir að hann var dæmdur til fangelsisvistar og í kjölfarið í raun gerður útlægur frá Rússlandi, lak myndunum til fjölmiðla. Miðstöðin er helguð rannsóknum á því sem fram fer undir leyndarhjúpum ráðamanna í landinu.

Líkamsræktarsalurinn/Dossier-Center

Heimildarmaður miðstöðvarinnar starfar hjá fyrirtæki sem ráðið var til að útbúa lestina sérstaklega fyrir forsetann. Upphaflegur kostnaður nam um það bil andvirði tíu milljarða íslenskra króna en árlegur rekstrarkostnaður við lestina er um 2,1 milljarðar í íslenskum krónum talið.

Rússnesk stjórnvöld hafa aldrei falið það að Pútín noti sérútbúna lest til ferða um landið og birt myndir af honum í fagurskreyttum borðsölum lestarinnar en þau neita hins vegar að myndirnar frá Dossier-miðstöðinni séu teknar um borð í lest forsetans.

Rússneska áhugamenn um lestir og ferðir þeirra hefur lengi grunað að tilvera draugalestarinnar væri sannarlega raunveruleg. Margir þeirra hafa sagst orðið varir við ferðir lestar sem var ekki skráð á neinar opinberar áætlanir eða gagnagrunna. Það sem er sameiginlegt með frásögnum þeirra allra er að einn vagn lestarinnar er með hvítu hvolfþaki þar sem undir eru meðal annars loftnet fyrir fjarskiptakerfið.

Hluti fjarskiptakerfisins/Dossier-Center

Að sögn vill Pútín frekar ferðast með lest en flugvél til að tryggja betur öryggi og leynd.

Draugalestin var fyrst tekin í notkun 2014 en verið notuð mun meira eftir innrás Rússa í Úkraínu. Áhafnarmeðlimir eru á bakvakt allan sólarhringinn og stöðugt í sóttkví svo Pútín smitist örugglega ekki af neinum um borð.

Sérstök járnbraut, sem má bara nýta fyrir draugalestina, var lögð á milli allra heimila forsetans og við hana settar upp lestarstöðvar sem aðeins draugalestin hefur aðgang að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu