Þrjú létust í hörmulegu flugslysi á Austurlandi í gær, karlmaður sem flaug vélinni og tveir farþegar, karl og kona. Hin látnu voru íslensk og var flugferðin vinnuferð samkvæmt heimildum DV.
Minningarstund verður haldin í Egilsstaðakirkju klukkan 18.00 annað kvöld, þriðjudagskvöld. Prestar kirkjunnar ásamt fulltrúum úr viðbragðshópi RKÍ á Austurlandi vegna sálræns stuðnings verða við minningarathöfnina.
Sjá einnig: Minningarstund í Egilsstaðakirkju vegna flugslyssins
Slysið varð við Sauðahlíðar, suður af Skriðdal og vestur af Öxi og er rannsókn slyssins í höndum rannsóknarnefndar samgönguslysa og lögreglunnar á Austurlandi.
Samfélagið fyrir austan er í áfalli vegna þessa hörmulega slyss, um 14 þúsund manns búa á Austurlandi öllu, og bendir Samráðshópur almannavarna um áfallahjálp á að hægt er að leita til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, kirkjunnar, hjálparsíma Rauða krossins og Félagsþjónustunnar í Múlaþingi og Fjarðarbyggð.
Á vef Austurfréttar koma fram símatímar presta, sálgæsluaðila og annarra sem hlúa að þeim sem eiga um sárt að binda:
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA): Hægt er að senda póst á afallahjalp@hsa.is eða hringja á heilsugæslu HSA og fá samtal við hjúkrunarfræðing í síma 470-3000 á dagvinnutíma. Sjá upplýsingar um opnunartíma hér og á Facebooksíðunni Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Kirkjan – Prestar eru til viðtals í síma fyrir hjálp eða sálgæslu eins og óskað er eftir:
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Fáskrúðsfirði 8971170, jona.kristin.thorvaldsdottir@kirkjan.is
Sigríður Rún Tryggvadóttir, 6984958 sigridur.run.tryggvadottir@kirkjan.is
Arnaldur Arnold Bárðarson, Breiðdalsvík 7668344, arnaldur.bardarson@kirkjan.is
Ingibjörg Jóhannsdóttir, djákni, 7601033, ingibjorg.johannsdottir@kirkjan.is
Félagsþjónustan í Múlaþingi, sími 4700700
Félagsþjónustan í Fjarðarbyggð, sími 4709015 fyrir ráðgjöf og upplýsingar
Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn og þar er einnig hægt að ná sambandi við ráðgjafa í gegnum netspjall.