fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Fékk sér kókaín með morgunmatnum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. júlí 2023 06:15

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna í hverfi 110, en sá sagðist hafa neytt kókaíns með morgunverðinum, eins og segir í dagbók lögreglunnar eftir næturvaktina.. Þá kom einnig í ljós að ökumaðurinn er sviptur ökuréttindum og hefur ítrekað ekið bifreið sviptur. Sá var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar vegna líkamsárásar í hverfi 200, en þar réðst aðili á annan og sló hann ítrekað þar sem hann lá á jörðinni. Árásaraðilinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Óskað aðstoðar vegna hnupls úr verslun í hverfi 108. Um var að ræða tvo sakborninga sem stálu vörum fyrir rúmlega 40 þúsund krónur. Teknar voru vettvangsskýrslur af mönnunum og síðan gengu þeir sína leið. Óskað aðstoðar vegna innbrots og þjófnaðar úr verslun í hverfi 107. Innbrotsþjófurinn flúði síðan inn á nýbyggingarsvæði en var þar eltur uppi af hópi réttvísra borgara. Hann var síðan handtekinn og vistaður í fangageymslu. Óskað aðstoðar vegna innbrots í bifreið í hverfi 105. Innbrotsþjófurinn fannst stuttu síðar og var þýfið þannig endurheimt og skilað eiganda.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“