fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Eldgos hafið á Reykjanesi – Allt er þegar þrennt er

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. júlí 2023 16:58

Mynd: Skjáskot YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eld­gos er hafið við Litla-Hrút á Reykja­nesskaga, og er það þriðja gosið á  tæpum tveimur árum á Reykjanesi.

Að sögn Kristínar Elísu Guðmundsdóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands er gosið að koma upp. Fólk er beðið um að halda sig fjarri svæðinu þar til viðbragðsaðilar eru mættir á svæðið. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að eldgosið hafi hafist um kl. 16:40, órói hófst upp úr kl. 16:20. Eldgosið er að koma upp í lítilli dæld rétt norður af Litla Hrút og rýkur úr því til norðvestur.

Mynd tekin úr Vogum Vatnsleysuströnd um kl. 17. Mynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Þriðju­dag­inn 4. júlí, hófst mik­il jarðskjálfta­hrina á svæðinu. Hafa fleiri þúsund skjálft­ar riðið yfir und­an­farna viku, fjölmarg­ir yfir 4 að stærð, og hafa margir þeirra fundist á höfuðborgarsvæðins eins og Suðurnesjamenn hafa gert góðlátlegt grín að, enda búnir að hristast all verulega síðustu ár.

Mynd: Halli Egils
Tekin kl. 16.54
Mynd: Halli Egils
Tekin kl. 16.54
Útsýnið úr Jaðarleiti Reykjavík kl. 16.58
Mynd: Arnþór Örlygsson Lind

 

Gos hófst við Fagradalsfjall 19. mars 2021 og stóð í sex mánuði. 3. ágúst 2002 opnaðist önnur sprunga við Meradali, 1,5 kílómetrum frá gosinu árið áður, það gos stóð þó mun stytta en það fyrst, eða í 18 daga.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök