fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Domino´s semur við Apparatus um þróun applausna

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. júlí 2023 11:26

Róbert Huldarsson, forritari hjá Apparatus, Jón Kári Eldon hönnuður, Brynjar Gauti Þorsteinsson tæknistjóri, Egill Þorsteinsson yfirmaður tækniþróunar Domino's og Garðar Þorsteinsson sem sér um viðskiptaþróun og ráðgjöf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Domino’s á Íslandi hefur samið við hið nýstofnaða hugbúnaðarfyrirtæki Apparatus um þróun og rekstur apps Domino’s sem hefur gengt lykilhlutverki í velgengni fyrirtækisins undanfarin ár. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.Ísland er eitt söluhæsta land í heimi af öllum markaðssvæðum Domino´s, en vinsældir íslenska appsins eiga þar stóran hlut að máli. Um 15.000 pantanir eru afgreiddar í gegnum appið í hverri viku, en um 80 þúsund íslendingar nota það reglulega.„Það er mikill heiður fyrir okkur að fá Domino´s appið í hendur til áframhaldandi þróunar og mikil traustsyfirlýsing við teymið okkar. Domino´s er eitt vinsælasta app á Íslandi, mjög tæknilega þróað og býður viðskiptavinum sínum framúrskarandi notendaupplifun. Við byggjum því á góðum grunni en þróun er hröð í applausnum og neytendur gera sífellt meiri kröfur. Við erum sannarlega spennt fyrir framhaldinu,” segir Garðar Þorsteinsson, sem sér um viðskiptaþróun og ráðgjöf hjá Apparatus, sem hannar og þróar öpp. Hann segir að Apparatus sé með fleiri járn í eldinum en þegar eru í þróun metnaðarfullar applausnir fyrir Lyfju og Atlantsolíu, auk annarra verkefna.„Domino´s hefur átt mjög farsælt samstarf undanfarin ár við Vettvang, systurfyrirtæki Apparatus, um þróun veflausna. Þarna eru sömu aðilar að baki sem við treystum vel. Við náum líka ákveðnum samlegðaráhrifum þar sem appið og vefurinn þurfa að ganga í takt hvað varðar þróun.” segir Egill Þorsteinsson, forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá Domino´s.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar