fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Þrír látnir eftir flugslys á Austurlandi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. júlí 2023 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír eru látnir eftir að flugvél brotlenti á Austurlandi fyrr í kvöld.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. Neyðarboð frá flugvélinni, sem var af gerðinni Cessna 172,  barst viðbragðsaðilum um kl.17.01 og voru nær allar björgunarsveitir á Austurlandi kallaðar út í kjölfarið.

Það voru síðan aðilar um borð í flugvél Icelandair á leið til Egilsstaða sem komu auga á vélina kl. 19.01 og ferðaþjónustuþyrla staðfesti svo fundinn og fundarstað. Fannst vélin við Sauðahlíðar milli Hornbrynju og Hraungarða, þar sem hún hafði brotlent. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom síðan á staðinn skömmu síðar ásamt björgunarfólki og var þá öðrum björgunarsveitum snúið við.

Um borð voru flugmaður og tveir farþegar en fólkið var úrskurðað látið á vettvangi.

Lögreglan á Austurlandi fer með rannsókn málsins og rannsóknarnefnd samgönguslysa í samræmi við lög þar um. Rannsókn er á frumstigi og ekki hægt að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“