fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Sigríður neyðist til að fara fyrr á eftirlaun vegna heilsuspillandi aðstæðna – „Mörg tár hafa fallið líka“

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 8. júlí 2023 13:30

Myndin er samsett/Reykjavik.is/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Lauganesskóla í Reykjavík, sendi í gær tölvupóst til foreldra og forráðamanna nemenda skólans. Í póstinum tilkynnir hún að vegna alvarlegra áhrifa ástands húsnæðis skólans á heilsu hennar hafi læknar ráðlagt henni að láta af störfum.

Eins og DV hefur áður greint frá komu talsverðar raka og myglu skemmdir í ljós við skoðun á húsnæði Laugarnesskóla í lok árs 2016.

Sjá einnig: Raki og mygla í Laugarnesskóla

Nemendur og starfsfólk skólans hafa þurft að glíma við raka og myglu síðan þá. Á síðasta ári greindi Vísir frá því að dæmi væru um veikindi meðal nemenda og starfsfólks. Rýma þurfti m.a. nokkrar kennslustofur.

Sigríður sagði þá í samtali við Vísi að ráðist hefði verið í miklar endurbætur á húsnæði skólans árið 2017 sem hefðu verið vel unnar en ekki var þó skipt um glugga sem flestir voru komnir vel til ára sinna og leki kominn að mörgum þeirra. Hafði Sigríður ekki fengið skýringar á því frá eignasviði Reykjavíkurborgar.

Myglu – og rakavandamálin virðast ekki hafa skánað mikið á nýliðnum vetri. Samkvæmt frétt MBL frá því í maí síðastliðnum sendi starfsfólk Lauganesskóla opið bréf til Dags B. Eggertssonar þar sem krafist var úrbóta á starfsaðstæðum í skólanum. Ítrekað hafi þurft að skipta um stofur og ekki hafi sést til iðnaðarmanna í talsverðan tíma. Á sama tíma og húsnæði skólans sé beinlínis heilsuspillandi fari nemendum stöðugt fjölgandi.

Ákvörðunin þungbær

Ljóst er að Sigríður hafði ekki hugsað sér að láta af störfum alveg strax og ákvörðunin sem hún hefur neyðst til að taka, heilsu sinnar vegna, er henni þungbær. Hún var ekki tilbúin að veita viðtal þegar DV sóttist eftir því.

Í bréfinu sem hún sendi forráðamönnum og foreldrum nemenda kemur fram að hún hafi verið skólastjóri Laugarnesskóla síðastliðin 17 ár. Sigríður er á þeim aldri að ekki voru mörg ár í eftirlaunaaldurinn og hún segist í bréfinu hafa þess vegna verið farin að huga að starfslokum. Ljóst er þó að ef allt hefði verið eðlilegt hefðu verið nokkur ár í starfslokin.

Hún segir í bréfinu að henni finnist sárt að geta ekki lokið störfum á sínum eigin forsendum heldur vegna ástandsins á húsnæði skólans: „Mörg tár hafa fallið líka“.

Sigríður segir það hafa verið forréttindi að hafa verið skólastjóri í Laugarneshverfi og starfað með öflugum foreldrum og metnaðarfullu starfsfólki. Stoltust hafi hún verið að því hversu mikil áhersla hafi verið lögð á í skólanum að rödd nemenda sé mikilvæg og á góð samskipti og félagsfærni. Þó hafi verið eitthvað sem hafi mátt gera betur.

Hún þakkar kærlega fyrir öll þau hlýju orð sem foreldrar og nemendur hafa látið falla í hennar garð í gegnum árin og þessi orð muni hlýja henni um hjartarætur.

Sigríður segir í bréfinu að hún muni kveðja nemendur skólans þegar skólastarf hefst í haust:

„Knúsið börnin ykkar frá mér og segið að ég eigi eftir að sakna þeirra og komi til að kveðja þau í morgunsöng þegar skólastarfið er hafið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri