Í Facebook-hópnum Iceland Geology-Seismic & Volcanic Activity in Iceland eru tugir þúsunda íslenskra og erlendra áhugamanna um jarðfræði og eldvirkni hér á landi.
Einn meðlimur hópsins birti fyrr í dag færslu í hópnum með myndbandi sem virðist vera úr vefmyndavél sem beint er að Meradölum á Reykjanesskaga. Líklegt er talið að það eldgos sem vísindamenn telja að von sé á, á skaganum í ljósi skjálftavirkni og kvikuinnstreymis neðanjarðar, verði í eða nærri Meradölum.
Á svæðinu sem vefmyndavélin beinist að má sjá hraun úr gosum síðustu tveggja ára, á svæðinu, og eitthvað fyrirbæri á flugi yfir hrauninu en það sést illa um hvað nákvæmlega er að ræða.
Líflegar umræður um hvað er eiginlega þarna á ferðinni hafa skapast í athugasemdum við færsluna. Sumir telja um fugl að ræða en aðrir að um sé að ræða holdgerving sameiginlegrar óþolinmæði eftir eldgosinu sem búist er við á hverri stundu.
Myndbandið má sjá hér að neðan og dæmi hver fyrir sig: