fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Veðurstofan segir gos líklegt innan daga eða vikna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. júlí 2023 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjálftavirkni á Reykjanesskaga heldur áfram og samkvæmt Veðurstofunni voru 1.300 skjálftar á svæðinu frá miðnætti og þar til í hádeginu í dag. Frá upphafi hrinunnar, að kvöldi 4. júlí, hefur fjöldi skjálfta mælst um 4.700.  Frá miðnætti til hádegis í dag hafa yfir sex skjálftar mælst yfir 3,5 að stærð. Í heildina hefur skjálftahrinan gefið eftir bæði hvað varðar fjölda og stærð skjálfta.

Í pistli Veðurstofunnar segir að gos á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis sé líklegt innan daga eða vikna, en ekki öruggt. Orðrétt segir í pistli Veðurstofunnar:

„Staðsetning jarðskjálftanna dreifist á norðaustur-suðvesturlínu milli Fagradalsfjalls og Keilis, að mestu leyti rétt norðan við fjallið Litla Hrút. Nýjustu jarðskorpumælingar (GPS) sýna verulegar hreyfingar sem benda til kvikuhreyfinga á svæðinu þar sem jarðskjálftarnir mælast. Líkleg skýring er kvikuinnskot í norðaustur-suðvesturátt á 2 til 4 km dýpi. Innskotið er nógu nálægt yfirborði til að eldgos geti orðið án frekari stigmögnunar í skjálftavirkni eða aflögunarmælingum.

Miðað við núverandi mat eru tvær sviðsmyndir líklegastar. Jarðskjálftahrinan gæti minnkað jafnt og þétt án þess að kvika berist upp á yfirborðið. Að öðrum kosti gæti kvikan haldið áfram í átt að yfirborðinu, sem myndi leiða til eldgoss á þeim stað sem skjálftahrinan er nú. Ekki er hægt að útiloka að kvika berist upp á yfirborðið hvar sem er á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis. Af þessu tvennu virðist líklegra að eldgos verði innan daga eða vikna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi