fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Þessi var öflugur! – Snarpur skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu – „FOKK hvað mér brá“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 16:31

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu varð snarpur skjálfti sem vel fannst á höfuðborgarsvæðinu. Á skrifstofu DV í Kópavogi hafa ekki fundist margir skjálftar í dag, en þennan fundu blaðamenn vel. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var um að ræða tvo skjálfta, annar var 4 að stærð og hinn 4,5 en aðeins liður tæpar 30 sekúndur á milli þeirra, enn á eftir að yfirfara þessar niðurstöður en Íslendingar ættu orðið að þekkja það vel að ólíkt kosningum þá eru fyrstu tölur ekki eins sannspáar um skjálftana.

Hefur fréttastofa DV fengið skilaboð frá fólki á sem er staðsett við miðbæinn sem fann skjálftann verulega vel. „FOKK hvað mér brá,“ sagði aðili sem býr í nágrenni við Hlemm. Aðili sem staddur er í Víðihlíð greindi þó frá þeim vonbrigðum að hafa ekkert fundið nema síma sinn til þess að tilkynna ritstjórn um skjálftaleysið.

Alltaf er best að hafa vaðið fyrir neðan sig en sum símtæki hafa sýnt íbúum á Suðurnesjum og víða þá kurteisi í dag að vara við skjálftum.

Fjölmiðlar hafa rætt við hvern sérfræðinginn á eftir öðrum í dag og er spá þeirra á þá leið að verulegar líkur séu á eldgosi. Víkurfréttir hafa sett sig í stellingar og hafið beint streymi frá Keili. Þar til heyrir til tíðinda af gosi geta þó íbúar á suðvesturhorni landsins líklega notið þess að hrista hópinn aðeins saman.

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sagði í samtali við Vísi að umfang og útbreiðsla landriss á Reykjanesi bendi til þess að nægilegt kvikumagn sé til staðar fyrir kraftmikið gos, og þá erum við að ræða um kraftmeira gos heldur en síðustu tvö ár.

Fréttin hefur verið uppfærð og verður það kannski aftur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári