fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fréttir

Staðfest að banamein Karolis var eitt höfuðhögg

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar Höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að banamein Karolis Zelenkauskas, var eitt höfuðhögg.

Karolis lést í kjölfar líkamsárásar á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti aðfararnótt 24. júní. Hann var 25 ára gamall litáískur ríkisborgari, hafði verið búsettur hér á landi um nokkurra mánaða skeið og var kærasta hans nýflutt til landsins.

DV greindi frá líkamsárásinni þann 25. júní og samkvæmt heimildum töldu vitni að maðurinn hefði látist vegna eins höggs í hnakka frá hinum grunaða. Bráðabirgðakrufning hefur staðfest að banameinið var eitt höfuðhögg.

Sjá einnig: Vitni telja að aðeins eitt högg í höfuðið hafi valdið mannslátinu

Söfnun hefur verið komið af stað til að flytja Karolis og kistu hans heim til föðurlandsins Litháen.

Sjá einnig: Karolis lést eftir banvænt högg á LÚX – Fjölskyldan safnar fyrir kistunni heim

Rætt var við Grím í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Aðspurður um hvort hvort banameinið hafi verið í eintölu svarar Grímur játandi og segir: 

„Bráðabirgðaniðurstaða úr krufningu liggur fyrir, sú niðurstaða leiðir í ljós að hann lést af völdum höfuðhöggs.“ Grímur segir í samtali við Stöð 2 mál af þessu tagi, þar sem maður deyr eftir aðeins eitt högg mjög sjaldgæf. Í fljótu bragði muni hann eftir tveimur málum sem komu upp með tiltölulega skömmu millibili fyrir nærri því 20 árum.

DV fjallaði um þau mál um helgina.

Sjá einnig: Manndráp á Íslandi – Eitt högg getur skilið milli lífs og dauða

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn vegna árásinnar, en honum var sleppt úr haldi lögreglu í síðustu viku. Í tilkynningu lögreglu þá kom fram: Ljóst þykir að aðkoma þess sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar er með þeim hætti að skilyrði laga um meðferð sakamála, er lúta að gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, eru ekki til staðar. Því var ekki gerð krafa fyrir héraðsdómi um áframhaldandi gæsluvarðhald og er maðurinn laus úr haldi.  Hann hefur áfram réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ráðuneytið hefur í þrígang skammað Langanesbyggð vegna lögbrota – „Andrúmsloftið er að mínu mati ekki fólki sæmandi“

Ráðuneytið hefur í þrígang skammað Langanesbyggð vegna lögbrota – „Andrúmsloftið er að mínu mati ekki fólki sæmandi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu

Íslensk kona í haldi lögreglu á Tenerife eftir blóðuga árás – Gekk í skrokk á tengdamóður sinni og mágkonu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Afinn sem sendi Kennarasambandinu reikning vill að sveitarfélögin „borgi lausnargjaldið“

Afinn sem sendi Kennarasambandinu reikning vill að sveitarfélögin „borgi lausnargjaldið“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata

Guðbrandur sér fyrir sér ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata
Fréttir
Í gær

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár
Fréttir
Í gær

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppáhaldsbúð Íslendinga á Spáni tapaði máli fyrir starfsmanni – Mátti borða böku sem átti að henda

Uppáhaldsbúð Íslendinga á Spáni tapaði máli fyrir starfsmanni – Mátti borða böku sem átti að henda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“

Sif um kosningarnar – „Kysi ég Pírata gæti atkvæði mitt farið til spillis. En ég gæti þó allavega lifað með sjálfri mér.“