fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Lögregluaðgerð í Reykjanesbæ – „Sagði að lögreglan væri búin að loka götunum hérna í kring út af vopnuðum manni“

Ragna Gestsdóttir, Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 22:23

Frá Reykjanesbæ. Mynd: Gunnar V. Andrésson. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluaðgerð stendur yfir við Vatnsnesveg í Reykjanesbæ. Hefur hið minnsta fjórum götum verið lokað: Vatnsnesvegi, Hafnargötu, Framnesvegi og Básvegi.

„Götur við Vatnsnesveg eru lokaðar á þessari stundu og biðjum við vegfarendur um að virða lokanir. Þær götur sem lokanir hafa áhrif á eru Vatnsnesvegur, Hafnargata, Framnesvegur og Básvegur svo eitthvað sé nefnt,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Ekki kemur fram hvers eðlis aðgerðin sé.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja óskaði lögregla eftir því að sjúkrabíll yrði tiltækur á vettvangi, við Hafnargötu.

DV náði sambandi við Ágúst Dearborn, eiganda Café Petite sem er við Framnesveg 23, í hringiðu aðgerðanna. „Við erum búin að slökkva ljósin, læsa og koma öllum út í horn,” segir Ágúst sem var mjög brugðið yfir ástandinu. Aðspurður sagði hann að lögregla hefði ekki verið í sambandi við sig vegna atburðanna. „Ég er hálfhissa á því, það kom bara inn hérna viðskiptavinur og sagði að lögreglan væri búin að loka götunum hérna í kring út af vopnuðum manni,“ segir Ágúst en hann og hans fólk láta lítið fyrir sér fara á meðan aðgerðum lögreglu stendur. Aðspurður segist hann ekki hafa séð til mannsins sem á að vera vopnaður í nágrenninu, og enginn sem hann þekkir.

Í tilkynningu frá lögreglu kl. 22.49 segir: Klukkan 21:05 barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um grunsamlegar mannaferðir þar sem sést hafi til aðila sem kynni að vera vopnaður skotvopni.

Verklag vegna slíkra mála var virkjað sem krafðist þess að lögreglan þurfti að loka af litlum hluta af Reykjanesbæ til að ganga úr skugga um að hvort fyrrnefnt atvik væri rétt. Að lokinni frekari vinnu og upplýsingaöflun á vettvangi lauk aðgerðum lögreglu núna klukkan 22:30. Enginn aðili hefur verið handtekinn vegna málsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“