fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Creditinfo slær dagsgamalt sektarmet Landlæknisembættisins

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 4. júlí 2023 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær tilkynnti Persónuvernd að stofnunin hefði sektað Landlæknisembættið um 12 milljónir króna vegna öryggisbrests á vefsvæðinu Heilsuvera og fyrir að veita villandi upplýsingar við rannsókn málsins.

Sjá einnig: Persónuvernd sektar Landlæknisembættið – Sakar embættið um að veita villandi upplýsingar

Sjá einnig: Landlæknisembættið neitar að hafa villt um fyrir Persónuvernd

Sektin var sú hæsta sem Persónuvernd haf’i lagt á í sögu sinni. Metið stóð hins vegar ekki lengi því fyrr í dag tilkynnti Persónuvernd um mun hærri sekt en þá sem var lögð á Landlæknisembættið.

Í tilkynningu á vef Persónuverndar segir að stofnunin hafi 27. júní lokið málum vegna skráningar upplýsinga frá eCommerce 2020 ApS um vanskil á svonefndum smálánum hjá fjárhagsupplýsingastofunni Creditinfo Lánstrausti hf.

Neytendasamtökin höfðu kvartað yfir stofunni árið 2020 með vísan til lántökukostnaðar og reyndi á hvort, í ljósi úrlausna þar til bærra aðila um ólögmæti þessa kostnaðar, skráningin hefði brotið gegn lögmætisskilyrði persónuverndarlöggjafarinnar.

Persónuvernd segir að í kjölfar úrlausna frá dómstólum hafi ekki lengur reynt á þetta atriði sérstaklega, en við athugun á lánaskilmálum eCommerce 2020 ApS á síðari stigum hafi komið í ljós að þar til seint í maí 2019 hafi vantað ákvæði í lánaskilmála um að við nánar tilgreind vanskil kæmi til vanskilaskráningar.

Metsekt lögð á vegna margvíslegra annmarka

Í tilkynningunni kemur fram að niðurstaðan sé sú að fjárhagsupplýsingastofunni bæri að kanna hvort kröfur, sem henni væru sendar til skráningar, fullnægðu skráningarskilyrðum. Jafnframt taldi Persónuvernd að hvað umræddar kröfur snerti hefði Creditinfo Lánstraust hf. ekki farið nægilega að þeirri skyldu og var af því tilefni lögð sekt á fjárhagsupplýsingastofuna.

Við ákvörðun um fjárhæð sektarinnar var litið til fjölda hinna skráðu, þess að vinnslan tengdist kjarnastarfsemi stofunnar, þess að starfsemi stofunnar var ætlað að skila hagnaði, tafar á eyðingu skráninga eftir að misbrestur á skráningarskilyrðum kom í ljós, svo og hins sérlega íþyngjandi eðlis vinnslunnar, m.a. í tengslum við möguleika hinna skráðu á lánafyrirgreiðslu vegna íbúðakaupa eða ófyrirséðra útgjalda.

Einnig var vísað til þess að skoðun, sem stofan gerði á umræddum skráningum, fór ekki fram fyrr en að fengnum ábendingum utanaðkomandi, en jafnframt var þó tekið tillit til þess að með skoðuninni var brugðist við ábendingunum af sjálfsdáðum þannig að skráningum var að endingu eytt.

Með vísan til alls þessa var Creditinfo Lánstraust hf. sektað um 37.856.900 krónur, 2,5 prósent af ársveltu fyrirtækisins.

Þetta er langhæsta sekt sem Persónuvernd hefur nokkurn tímann lagt á.

Þá voru fyrirtækin eCommerce 2020 ApS og fyrrum innheimtuaðili þess félags, A.I.C. ehf. (áður Almenna innheimtu ehf.) einnig sektuð fyrir sendingu krafnanna til skráningar þrátt fyrir að áðurnefnt ákvæði í lánaskilmálum skorti. Sektin var lækkuð þar sem umsvif fyrirtækjanna hafa dregist saman en hið fyrrnefnda fékk 7, 5 milljóna króna sekt en hið síðarnefnda var sektað um 3,5 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta