fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Árni Björn lenti í tugmilljóna svikum eftir að hafa keypt forsmíðað timburhús – „Það þarf að stöðva þennan mann því hann hefur valdið miklum skaða”

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 2. júlí 2023 10:53

Árni Björn Björnsson hefur lagt fram kæru vegna fjársvika

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur athafnamaður sem gefur sig út fyrir að flytja inn og selja forsmíðuð hús frá Lettlandi er sagður hafa svikið að minnsta kosti um 90 milljónir króna af 16 manns. Einn þeirra er Árni Björn Björnsson, þekktur veitingamaður á Sauðárkróki, sem sjálfur greiddi fyrirtæki mannsins 16 milljónir króna í tveimur greiðslum og óttast að féð sé glatað. Hann lagði fram kæru til lögreglu á hendur manninum í nýliðinni viku. Skagfirski miðillinn Trölli greindi fyrst frá málinu.

Árni Björn tilheyrir Facebook-hóp með fórnarlömbum mannsins og hann er handviss um að enn fleiri sitji uppi með sárt ennið. „Ég er viss um að fleiri eigi eftir að stíga fram. Fólk skammast sín svo fyrir að láta svíkja sig með þessum hætti,” segir Árni Björn í samtali við DV.

Býður upp á forsmíðuð timburhús undir mörgum fyrirtækjanöfnum

Athafnamaðurinn sem Árni Björn segir að hafa svikið sig heitir Sigurvin Freyr Hermannsson og auglýsir þjónustu sína undir nokkrum fyrirtækjanöfnum á Facebook. Til dæmis Smart timber Solution, Smart modular Ísland, Timbursalan og Sigurþing Solution.

Þjónustan felst í að bjóða upp á forsmíðuð timburhús frá Lettlandi á hagstæðu verði og aðra smærri vöru eins og efnispakka fyrir kofa, gufuböð og potta. Félagi Árna Björns átti von á húsi, um 108 fermetra að stærð, og lét Árna Björn vita af þessum möguleika. Eftir að hafa skoðað teikningar sem litu vel út ákvað Árni Björn að slá til, heimsótti skrifstofu Sigurvins Freys á Ásbrú og borgaði 8 milljónir inn á húsið við undirskrift kaupsamnings sem átti að kosta alls 27 milljónir króna heim komið.

Þetta átti sér stað sumarið 2022 og var Árna Birni tjáð að von væri á húsinu hans í desember það ár. Hann var fullur tilhlökkunar en ekki síður að sjá hús félaga síns sem var eins og húsið hans og átti að berast nokkrum mánuðum fyrr.

Með afsakanir á reiðum höndum

Í október hefur Sigurvin samband við Árna og segir að greiðsla tvö samkvæmt samningnum þurfi að koma því framleiðsla á húsinu sé hafin og sendir myndir þar sem verið er að smíða húsið. „Núna er ljóst að þetta var einfaldlega uppspuni til að svíkja meiri pening,“  segir Árni sem reiddi fram upphæðina. Áfram leið tíminn en ekkert bólaði á húsi félaga Árna og fóru þeir því að ókyrrast.

„Sigurvin kom með allskonar afsakanir og útskýringar á þessu. Bar meðal annars fyrir sig töfum út af stríðinu í Úkraínu og keypti sér þannig tíma,“ segir Árni.

Í byrjun desember, eftir að hafa gengið á Sigurvin, segir hann félaga Árna að vera tilbúinn 12. desember með byggingakrana á lóð sinni því húsið væri alveg að koma. Þá hófst furðuleg atburðarás.

Þremur dögum síðar hringir maður að nafni Hörður, meintur samstarfsmaður Sigurvins. „Hörður þessi sagði í stuttu máli að allt væri komið í skrúfuna hjá Sigurvini. Það stæði ekki steinn yfir steini og það væri búið að leggja Sigurvin inn á geðdeild.”

Um talsvert áfall var að ræða fyrir vinina en stuttu síðar dró Hörður í land og sagðist hafa kannað málið og að hægt væri á að redda húsunum en þá þyrfti Árni Björn að leggja 16 milljónir króna inn á reikning á hans vegum og þá myndi hann sjá til þess að húsið yrði smíðað og flutt til landsins.

Bókari gaf fyrirtækinu heilbrigðisvottorð

Árni Björn var eðlilega hikandi við reiða fram þá upphæð og skyndilega lét Sigurvin aftur í sér heyra. Sagði hann Hörð hafa reynt að svíkja viðskiptavini sína og gaf Árna Birni og félaga hans að lokum samband við bókara sinn. Sá talaði máli Sigurvins, sagði að allt væri í góðu og að fyrirtækið væri ört vaxandi sem fylgdu ákveðnir vaxtaverkir.  „Þessi aðili gaf fyrirtækinu einskonar heilbrigðisvottorð og við ákváðum að gefa Sigurvini andrými til þess að koma málum aftur á réttan kjöl,“ segir Árni Björn.

Nokkrir mánuðir líða og þá ber Sigurvin skyndilega fyrir sig að verksmiðjan sem átti að smíða húsin úti sé búin að svíkja hann og þar sé allt í klessu. „Hann segir okkur að hann sé að vinna í því að leigja nýja verksmiðju í Lettlandi og þar verði hús þeirra viðskiptavina sem eigi eftir að fá hús smíðuð.“

Svona gengur þetta áfram þannig að þeir félagar ýta eftir svörum og Sigurvin gefur þeim svo einhver loforð sem standast ekki. Í apríl segir hann til að mynda Árna Birni að byrja undirbúning fyrir komu hússins og að byrjað sé að smíða öll þau hús sem eigi að fara inn í Skagafjörðinn, alls fjögur talsins. Það reynist, eins og svo margt annað, úr lausu lofti gripið.

Leikrit sett á svið í Lettlandi

Mánuði síðar ákveður félaga Árna Björns að fara í stutt frí til Lettlands og heimsækja í leiðinni verksmiðjuna sem Sigurvin hafði sagt að væri með húsin í smíðum.

Þar tekur annað leikrit við að sögn Árna Björns. „Hann semsagt sveik það að hitta á félaga minn alveg þar til á lokadegi ferðarinnar, þegar hann vissi að vinur minn gat bara staldrað stutt við og þyrfti að drífa sig út á flugvöll.”

Þegar félaginn kom loks með Sigurvini í verksmiðjuna blöstu bara við nokkrir karlar við vinnu en ekkert bólaði á húsunum sem áttu að vera á lokametrunum.

„Þeir settu síðan á svið einhverja leiksýningu, Sigurvin og sá sem rak verksmiðjuna  fóru að hnakkrífast þarna fyrir framan félaga minn og vildi hann auðvitað meina að hann hefði verið svikinn. Þarna var komin enn ein afsökunin til þess að kaupa tíma og halda áfram að svíkja fólk. Ég veit til þess á meðan hann hefur tafið okkur  í að fara með málið til lögreglu þá er hann enn að selja fólki hús og taka við innborgun,”  segir Árni Björn.

Ung hjón með langveikt barn í ömurlegri stöðu

Eins og gefur að skilja var þolinmæði þeirra endanlega á þrotum eftir heimsóknina til Lettlands og gengu þeir hart að Sigurvini í kjölfarið. Hann er nú  hættur er að svara þeim. Eins og áður segir hefur Árni Björn nú kært Sigurvin fyrir fjársvik.Segist orðin úrkula vonar um að sjá peningana sína eða húsið sem lofað var. Hins vegar vilji hann tryggja að aðrir lendi ekki í sömu svikum og hann.

„Það þarf að stöðva þennan mann því hann hefur valdið miklum skaða. Ég veit til að mynda af ungum hjónum sem fjárfestu í 70 fermetra húsi fyrir fjölskyldu sína. Á sama tíma eru þau með langveikt barn sem þarfnast hjúkrunar utan landsteinanna. Þessi svik setja þau í ömurlega stöðu,” segir Árni Björn.

Að lokum bendir hann öllum þeim sem telja sig hafa verið svikinn af þessu fólki að fara tafarlaust til lögreglu og kæra fyrir þau fyrir fjársvik.

DV hefur freistað þess að ná sambandi við Sigurvin vegna málsins en það hefur ekki tekist þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti