fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Karolis lést eftir banvænt högg á LÚX – Fjölskyldan safnar fyrir kistunni heim

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. júlí 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 24. júní lést Karolis Zelenkauskas eftir alvarlega líkamsárás á skemmtistaðnum Lúx í miðbæ  Reykjavíkur.

Sjá einnig: Mannslátið á LÚX – Hinn grunaði laus úr haldi

Karolis var 25 ára og hafði búið hérlendis og unnið í nokkra mánuði áður en hann lést. Kærasta hans Monika flutti til hans tveimur vikum áður en hið hörmulega atvik átti sér stað. Söfnun hefur verið komið af stað til að flytja Karolis og kistu hans heim til föðurlandsins Litháen.

„Hjálpum Karolis að fá eilífa hvíld í föðurlandinu,“ segir í færslu vegna söfnunarinnar. Söfnunin gengur vel, þegar þetta er skrifað hafa tæp átta þúsund pund safnast, en markmiðið er að safna 10 þúsund pundum.

Sá sem er grunaður um að hafa valdið dauða Karolis er 28 ára gamall og æfir hnefaleika.  Vitni telja að Karolis hafi látist vegna eins höggs í hnakka frá hinum grunaða. Hann sat í gæsluvarðhaldi í tæpa viku en greint var frá því síðastliðinn fimmtudag að honum hafi verið sleppt úr haldi lögreglu. Rannsókn málsins miðar vel áfram samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Monika og Karolis á góðri stundu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“