fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Ferðamaðurinn sem framdi skemmdarverk á ómetanlegri byggingu er fundinn

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 30. júní 2023 15:30

Colloseum í Róm/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi nýlega frá því að ferðamaður hefði unnið skemmdarverk á einum veggja hins tæplega 2000 ára gamla hringleikahúss, Colosseum, í Róm sem er ein sögufrægasta bygging heims og hefur bæði sögulegt og menningarlegt gildi sem vart er hægt að meta til fjár. Maðurinn skar út nöfn í vegginn og lét ekki af athæfi sínu þótt annar ferðamaður hefði bent honum á að þetta væri engan veginn í lagi. Á þeim tímapuntki var ekki vitað hver maðurinn var.

Sjá einnig: Ferðamaður vann skemmdarverk á einni sögufrægustu byggingu veraldar

CNN greinir nú frá því að tekist hafi að bera kennsl á manninn og finna út hvar hann sé búsettur. Miðilinn greindi ekki frá því í fyrstu frétt sinni af málinu en nú kemur fram að maðurinn hafi skorið orðin „Ivan+Hayley 23“ í einn veggja Colosseum.

Menningarmálaráðherra Ítalíu, Gennaro Sangiuliano, hefur opinberað að lögreglunni hafi tekist að bera kennsl á manninn sem hann segir hafa hagað sér með ósiðsamlegum og fáránlegum hætti. CNN til talsverðrar gleði er maðurinn ekki bandarískur heldur er hann frá Bretlandi.

Mjög líklegt er að nöfnin sem maðurinn skar í vegginn séu hans eigið og kærustu hans.

Ráðherrann virtist í færslu á Twitter-síðu sinni mjög áhugasamur um að maðurinn verði ákærður og að málið fari fyrir rétt. Verði svo mun menningarmálaráðuneyti Ítalíu væntanlega stefna manninum.

Verði maðurinn sakfelldur getur beðið hans sekt allt að andvirði 2,2 milljóna íslenskra króna eða fangelsisdómur, að hámarki 5 ár.

Rannsókn ítölsku lögreglunnar leiddi í ljós að parið er frá Bretlandi og er búsett þar. Hún áréttar þó við CNN að maðurinn teljist saklaus uns sekt hans verður sönnuð fyrir dómi.

Sangiuliano segir lagafrumvarp til meðferðar á ítalska þinginu sem muni kveða á um að fólk sem smáni menningararf þjóðarinnar með þessum hætti verði gert persónulega ábyrgt fyrir skemmdarverkunum á grundvelli eigna þess. Hann segir fólk sem valdi skemmdarverkum verði að borga fyrir þau.

Því miður er þetta langt frá því að vera fyrsta skiptið sem að erlendir ferðamenn vinna skemmdarverk á sögulegum minjum á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“