fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Mannslátið á LÚX – Hinn grunaði laus úr haldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 16:57

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana á skemmtistaðnum LÚX um síðustu helgi er laus úr gæsluvarðhaldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt heimildum DV er maðurinn 28 ára og hefur æft hnefaleika. Hinn látni var frá Litháen og var nokkrum árum yngri en hinn grunaði. Vitni telja að maðurinn hafi látist vegna eins höggs í hnakka frá hinum grunaða.

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar gengur rannsókn málsins vel og var ekki gerð krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald. Gæsluvarðhald yfir manninum rann út í dag. Tilkynningin er eftirfarandi:

„Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns á þrítugsaldri um síðustu helgi miðar vel, en m.a. hefur verið rætt við vitni og farið yfir myndefni úr eftirlitsmyndavélum. Lögreglan telur sig hafa skýra mynd af þeirri atburðarás sem leiddi til dauða mannsins.

„Karlmaður á svipuðum aldri var handtekinn í tengslum við málið, líkt og áður hefur komið fram, en gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum rann út í dag. Ljóst þykir að aðkoma þess sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar er með þeim hætti að skilyrði laga um meðferð sakamála, er lúta að gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, eru ekki til staðar. Því var ekki gerð krafa fyrir héraðsdómi um áframhaldandi gæsluvarðhald og er maðurinn laus úr haldi.  Hann hefur áfram réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Í gær

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“