fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Fálkaorða auglýst til sölu á Facebook

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 29. júní 2023 17:26

Fálakorðan og Vilhjálmur Svan Jóhannsson/Skjáskot Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í söluhópnum Grams og gæðadót til sölu og óskast á Facebook birtir maður að nafni Vilhjálmur Svan Jóhannsson innlegg með mynd og orðunum „Kolaportinu allar helgar.“

Ekki verður betur séð en að myndin sé af íslenskri fálkaorðu og að hún sé til sölu fyrst myndin er birt í þessum hóp. Í athugasemdum við færsluna kemur fram að fyrst hún er í kassa merktum Kjartani Ásmundssyni gullsmið hafi hún líklega verið smíðuð fyrir 1960. Verð er ekki gefið upp í færslunni.

Fréttamaður DV sendi Vilhjálmi skilaboð og spurði hvaðan orðan er komin, hversu gömul hún nákvæmlega væri, á hvaða upphæð hann sjái fyrir sér að selja hana og hvort hann væri meðvitaður um þær reglur sem gilda um sölur á fálkaorðum. Þegar þessi orð eru rituð hafa svör ekki borist.

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem fálkaorða er auglýst til sölu. Samtökin Von og bjargir sem Vilhjálmur Svan var í forsvari fyrir auglýstu, árið 2015, fálkaorðu til sölu á 200 þúsund krónur.

Eins og DV hefur fjallað um var árið 2020 fálkaorða boðin til sölu í söluhópnum Brask og Brall en sú færsla var fjarlægð. Einnig komu upp mál árin 2007 og 2011, auk tilfellisins frá 2015, þar sem fálkaorður voru boðnar til sölu. Sá aðili sem auglýsti fálkaorðu til sölu árið 2007 var safnari í Vancouver í Kanada sem átti raunar níu fálkaorður til sölu í viðbót.

Sjá einnig: Fálkaorða auglýst til sölu á Brask og brall

Í athugasemdum við færslu Vilhjálms er bent á að óleyfilegt sé að selja fálkaorður. Þegar mál kanadíska safnarans kom upp 2007 sagði þáverandi forsetaritari, Örnólfur Thorsson, að það væri alveg skýrt samkvæmt reglum um fálkaorðuna að orðuhöfum væri óheimilt að selja fálkaorður. Við andlát þeirra bæri erfingjum að sjá til þess að orðunni sé skilað til ríkisins.

Í forsetabréfi frá 2005 um hina íslensku fálkaorðu segir:

„Við andlát þess er orðunni hefur verið sæmdur skulu aðstandendur eða skiptastjóri skila henni aftur til orðuritara. Í útlöndum má fá sendiráðum og ræðismönnum orðurnar til frekari fyrirgreiðslu.“

Það verður ekki betur séð en að þetta ákvæði sé ósamræmanlegt því að orðan sé seld. Það stendur hins vegar hvergi bókstaflega í forsetabréfinu að sala á fálkaorðu sé með öllu óheimil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“