fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Birna hætt sem bankastjóri Íslandsbanka – Jón Guðni tekur við starfinu

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 28. júní 2023 06:13

.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hefur ákveðið að láta af störfum sem bankastjóri eftir að bankinn þurfti að greiða 1,2 milljarða króna sekt vegna brota á reglum og lagaákvæðum í tengslum við sölu á um fjórðungshlut ríkisins í bankanum í mars í fyrra. Jón Guðni Ómarsson tekur við sem bankastjóri.

Í yfirlýsingu kemur fram að Birni hafi ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi svo ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands.“

Með því segist Birna axla ábyrgð á sínum þætti málsins. Hún segir að umræðan hafi verið óvægin undanfarna daga og ýmsum stjórnmálamönnum verið tíðrætt um afsögn hennar en hún óskar þeim velfarnaðar í þeirra störfum.

Jón Guðni hef­ur starfað hjá Íslands­banka og for­ver­um hans frá ár­inu 2000 og gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra fjár­mála bank­ans frá 2011. Hann mun áfram gegna stöðu fram­kvæmda­stjóra fjár­mála þar til ráðið hef­ur verið í þá stöðu.

Jón Guðni Ómarsson

Fyr­ir hönd stjórn­ar vil ég þakka Birnu Ein­ars­dótt­ur fyr­ir mörg far­sæl ár í starfi hjá bank­an­um. Birna hef­ur byggt upp sterk­an banka og öfl­uga liðsheild sem við mun­um áfram búa að. Hún hef­ur að sönnu verið hreyfiafl og haldið gild­um um jafn­rétti, fjöl­breyti­leika og sjálf­bærni á lofti inn­an sem utan fyr­ir­tæk­is­ins. Við ósk­um Birnu velfarnaðar í framtíðinni,“ er haft eft­ir Finni Árna­syni, stjórn­ar­for­manni Íslands­banka.

„Stjórn bank­ans þekk­ir vel til starfa Jóns Guðna sem hef­ur yf­ir­grips­mikla reynslu af störf­um á fjár­mála­markaði og mun leiða bank­ann á þeirri veg­ferð sem framund­an er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú