Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu.
Í henni segir að þessa stundina séu viðbragðsaðilar að kljást við eld sem kviknaði í húsnæði við Blesugróf 25 í Reykjavík. Mikinn reyk leggi frá eldstað og eru nágrannar beðnir um að loka gluggum.
Fólk er beðið um að halda sig frá Blesugróf og nágrenni til að gefa slökkviliði og lögreglu vinnufrið á eldsstað og til að tryggja aðkomu viðbragsaðila til og frá vettvangi.
Í fréttum RÚV kemur fram að húsið sé tveggja hæða timburhús. Sprenging hafi orðið í því og húsið sé alelda en ekki er talið að neinn sé inni í húsinu þó það sé reyndar óstaðfest. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá hleðslurafhlöðu. Lið frá öllum stöðvum var kallað út og vinnur nú að því að ná tökum á eldinum. Hugsanlega verður þak hússins rofið.