fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Mikill eldur í Blesugróf – Nágrannar beðnir um að loka gluggum

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 27. júní 2023 19:00

Slökkviliðsbíll. Mynd: DV. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu.

Í henni segir að þessa stundina séu viðbragðsaðilar að kljást við eld sem kviknaði í húsnæði við Blesugróf 25 í Reykjavík. Mikinn reyk leggi frá eldstað og  eru nágrannar beðnir um að loka gluggum.

Fólk er beðið um að halda sig frá Blesugróf og nágrenni til að gefa slökkviliði og lögreglu vinnufrið á eldsstað og til að tryggja aðkomu viðbragsaðila til og frá vettvangi.

Í fréttum RÚV kemur fram að húsið sé tveggja hæða timburhús. Sprenging hafi orðið í því og húsið sé alelda en ekki er talið að neinn sé inni í húsinu þó það sé reyndar óstaðfest. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá hleðslurafhlöðu. Lið frá öllum stöðvum var kallað út og vinnur nú að því að ná tökum á eldinum. Hugsanlega verður þak hússins rofið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu