fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Vitni telja að aðeins eitt högg í höfuðið hafi valdið mannslátinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 25. júní 2023 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV var maður sem lést í gær eftir átök á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur á aðfaranótt laugardags sleginn einu höggi í höfuðið, líklega í  hnakka. Er þetta haft eftir sjónarvottum. Lögregla er ekki tilbúin að staðfesta þessa lýsingu á þessu stigi málsins. Hinn grunaði er 28 ára gamall og æfir hnefaleika. Hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Maðurinn er íslenskur.

Lögregla fékk tilkynningu um árásina á fjórða tímanum á föstudagsnóttina. Er lögreglumenn komu á skemmtistaðinn var hinn grunaði farinn en hann var handtekinn skammt frá stuttu síðar. Árásarþolinn var þá  þungt haldinn en hann lá á gjörgæsludeild Landspítalans þar sem hann lést í gær. Hinn látni er á þrítugsaldri.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að hinn grunaði hafi verið yfirheyrður en getur ekkert úttalað sig um innihald framburðar hans. Grímur segir aðspurður að ekki sé grunur um á þessu stigi að vopni hafi verið beitt. Ennfremur er ekki talið að aðrir en þessir tveir hafi tekið þátt í átökunum, en ekki sé hægt að staðfesta það.

„Rannsókn þessa máls er bara svo stutt á veg komin að við erum enn að reyna að átta okkur á hvað gerðist,“ segir Grímur.

Eiríkur Valberg lögreglufulltrúi staðfestir að skýrslur hafi verið teknar af nokkrum vitnum á skemmtistaðnum. „Það hafa verið teknar skýrslur af nokkrum vitnum sem voru á staðnum.“ Segir hann framburð þeirra hafa skýrt atburðarásina að einhverju leyti. „Við erum samt sem áður ennþá að ná almennilega utan um atburðarásina,“ segir Eiríkur.

Aðspurður um hvort áverkar hafi verið á hinum grunaða segir Eiríkur: „Það er ekki tímabært að fara út í áverkamyndina núna.“ Hann staðfestir það sem Grímur segir, að ekki sé grunur um að vopnum hafi verið beitt.

Eiríkur segir að hinn grunaði hafi verið yfirheyrður og hafi verið samvinnuþýður. Aðspurður segir Eiríkur að myndin af atburðarásinni sé að skýrast en nokkuð vanti upp á ennþá. „Hún er að skýrast töluvert mikið.“

Eiríkur segist telja að von sé á tilkynningu frá lögreglu um málið næst á morgun, en tæpast í dag.

Uppfært kl. 11:22:

Vísir greinir frá því að hinn látni hafi verið frá Litháen. Lögreglu telur ekki margt benda til þess að tenging hafi verið milli mannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Í gær

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar Erling varð fyrir skelfilegri árás á Kaffistofu Samhjálpar – Bensíni hellt yfir hann og hótað að kveikja í

Ragnar Erling varð fyrir skelfilegri árás á Kaffistofu Samhjálpar – Bensíni hellt yfir hann og hótað að kveikja í
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barátta Jóns gegn tryggingafélagi eftir slys og aðgerð á Spáni – „Það er þessi lygi alltaf, þetta er náttúrlega galið“

Barátta Jóns gegn tryggingafélagi eftir slys og aðgerð á Spáni – „Það er þessi lygi alltaf, þetta er náttúrlega galið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrækti og skallaði við bráðamóttökuna

Hrækti og skallaði við bráðamóttökuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfull árás á sumarbústað sálfræðings – Fær bætur eftir tilhæfulausa lögreglurannsókn

Dularfull árás á sumarbústað sálfræðings – Fær bætur eftir tilhæfulausa lögreglurannsókn