fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Söngskólinn í Reykjavík stefnir byggingaverktaka – Vilja yfir 140 milljónir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 25. júní 2023 14:00

Söngskólinn í Reykjavík. Húsnæði að Laufásvegi. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er óvænt fyrir Söngskólann í Reykjavík að vera kominn í þessa stöðu. Við erum vanari að glíma við tónstiga en málaskak fyrir dómstólum,“ segir Garðar Thór Cortes, aðstoðarskólastjóri Söngskólans í Reykjavík, í stuttu spjalli við DV. Skólinn hefur stefnt byggingaverktakafyrirtækinu Snorrabragur vegna meintra vanefnda á greiðslum vegna fasteignaviðskipta. Telja forsvarsmenn hjá Söngskólanum að hann eigi inni rúmlega 142 milljónir króna hjá byggingaverktakanum.

Málavextir eru í sem stystu máli þeir að árið 2016 seldi Söngskólinn í Reykjavík fasteign í eigu sinni, að Snorrabraut 54, til Snorrabrags. Í kaupsamningi sem gerður var milli aðila í lok árs 2016 var kveðið á um að Sönskólinn tæki eignina á leigu af nýja eigandanum og skyldi leiga ekki vera greidd heldur dragast frá kaupverði. Einnig var kveðið á um það að Snorrabragur skyldi greiða Söngskólanum 50 þúsund krónur fyrir hvern viðbótarfermetra sem samþykki fengist fyrir hjá yfirvöldum til að nýta til bygginga á lóðinni.

Snorrabragur hafði áform um að byggja hótel á umræddum byggingarreit en ekki fékkst leyfi til þeirrar byggingar en árið 2022 hóf félagið byggingu íbúðarhúsnæðis á svæðinu.

Söngskólinn telur sig eiga inni háar fjárhæðir hjá Snorrabrag vegna aukins byggingarmagns á reitnum sem félagið hafi hagnýtt sér. Til frádráttar kemur fyrri byggingarréttur og húsaleiga í 14 mánuði en niðurstaðan er krafa upp á 142.710.000 krónur. Viðræður milli aðila um málið hafa ekki skilað niðurstöðu og því hefur Söngsskólinn stefnt Snorrabrag.

Aðila greinir mjög á í málinu en Snorrabragur telur t.d. að samkomulagið hafi verið skilyrt af leyfi til hótelbyggingar sem ekki hafi fengist. Þessu hafnar Söngskólinn. Ennfremur telur Snorrabragur að dragast eigi frá innviðagjald sem borgin hafi lagt á fyrirtækið en Söngskólinn hafnar því. Þá bendir Snorrabragur á að félagið hafi selt fasteignina til félagsins Snorrabraut 54 og því eigi að beina kröfunni þangað en ekki á Snorrabrag.

Fyrirtaka var í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 20. júní síðastliðinn og lögðu málsaðilar þá fram stefnu og greinargerð. Óvíst er hvenær aðalmeðferð verður í málinu.

„Það var ekki annar valkostur í boði þar sem ekkert hafi fengist greitt þrátt fyrir að byggingarrétturinn hafi fengist samþykktur og verkið selt í framhaldinu með hagnaði þrátt fyrir að ekki hafi verið gert upp við Söngskólann,“ segir Garðar ennfremur en miklir hagsmunir eru í húfi fyrir skólann. „Rekstur skólans er í járnum eins og hjá mörgum öðrum tónlistarskólum og okkur myndi sannarlega muna um þessa fjármuni sem samið var um á sínum tíma að við ættum að fá.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“