fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Ökumanni bjargað úr Markarfljóti

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. júní 2023 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumanni var bjargað úr Markarfljóti í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Rétt upp úr klukkan 6 í morgun bárust björgunarsveitum á Suðurlandi boð um að bíll hefði lent í Markarfljóti. Þegar björgunarfólk kom á staðinn var ökumaður bílsins kominn út úr bílnum og hékk utan á honum. Gúmmíbátur var settur á flot á ánni og sigldi björgunarfólk að bílnum og kom tveimur að bílnum til aðstoðar. Ökumaður var einn í bílnum.

Björgunarfólkið sem komið var að bílnum gat komið ökumanni, sem er kona, upp á þak bílsins, en hún var orðin köld og nokkuð skelkuð.

Þegar yfirvofandi hætta var afstaðin var tekin sú ákvörðun að bíða komu þyrlu sem hafði verið kölluð út nokkru áður, frekar en að freista þess að koma konunni kaldri og stirðri í gúmmíbátinn.

Þyrla LHG var á staðnum rétt upp úr klukkan 7 og hífði ökumanninn upp og flutti á brott. Björgunarsveitir unnu svo að því að ná bílnum upp úr ánni, sem tókst tæpri klukkustund síðar.

Svo virðist sem ökumaður hafi farið á vegrið við brúna, þar sem það er leitt í jörð, og kastast þaðan út í ána. Straumurinn bar svo bílinn nokkuð niður ánna áður en hann stöðvaðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“